Fréttir frá 2006

11 17. 2006

Vel heppnuð ráðstefna trúnaðarmanna RSÍ

16. og 17. nóv. var haldin á Selfoss árleg ráðstefna trúnaðarmanna rafiðnaðarmanna. Rétt til setu á ráðstefunni eiga 130 trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna. Ráðstefnuna sátu 80 trúnaðarmenn. Nokkuð fleiri höfðu boðað sig en komust ekki vegna veðurs. Við setninguna var Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ. Hann fór ítarlega yfir stöðuna í málefnum erlendra launamanna hér. Verkalýðshreyfingin hefði á undanförnum árum þurft að verja umtalsverðum fjármunum í þá baráttu sem hefði snúist um að verja réttindi hinna erlendu gesta okkar. Margir hefðu viljað nýta sér stöðu þessa bláfátæka fólks til þess að hagnast á því.  Því miður hafði það verið svo í upphafi að verkalýðshreyfingin hefði staðið ein í þessari baráttu og oftast talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. En stjórnvöld væru nú að vakna og þetta væri að batna. Einnig var við setninguna Guðjón A. Kristjánsson form . Frjálslynda flokksins. Sú venja hefur skapast að bjóða stjórnmálamönnum að koma og segja frá helstu sjónarmiðum sínum. Nú var röðin kominn að Frjálslyndaflokknum. Guðjón kom víða við, hann fór ítarlega yfir afstöðu síns flokks til erlendra launamanna. Þeir hefðu ekkert á móti því að erlendir launamenn kæmu hingað, en það mætti ekki vera eins það hefði verið hingað til í að stjórnvöld og eftirlitstofnanir réðu ekki við þann fjölda sem væri að koma. Stjórnvöld yrðu að byrja á því að undirbúa sig betur.   Formaður sambandsins setti ráðstefnuna. Hér eru nokkur helstu atriðin sem hann kom inn á16. og 17. nóv. var haldin á Selfoss árleg ráðstefna trúnaðarmanna rafiðnaðarmanna. Rétt til setu á ráðstefunni eiga 130 trúnaðarmenn rafiðnaðarmanna. Ráðstefnuna sátu 80 trúnaðarmenn. Nokkuð fleiri höfðu boðað sig en komust ekki vegna veðurs.   Formaður sambandsins setti ráðstefnuna. Hér eru nokkur helstu atriðin sem hann kom inn á   Gott dæmi um þörf skýrari reglna um uppsagnir hér landi er ÍSAL/ALCAN. Uppsagnir þess fyrirtækis eru vandamál, sem ekki þekkist með samsvarandi hætti hjá öðrum fyrirtækjum hér á landi. Það hefur vakið athygli, eins og reyndar blaðafulltrúi Alcan hefur ítrekað bent á, hefur fyrirtækið átt undanfarið í stöðugum erjum við stéttarfélögin vegna uppsagna, sem allar virðast tilhæfulausar og fyrirtækið hefur ekki getað sett fram neinar skilgreindar ástræður fyrir. Framferði ÍSAL er nánast einstæða hér á landi og leiðir til þess að stéttarfélögin hafa ítrekað sett fram kröfu um að ILO regla nr. 158 verði staðfest. Þessi rafvirki hefur skilað öllum sínum bestu starfsárum hjá ÍSAL. Aldrei hafa verið gerðar athugasemdir við störf hans, enda flinkur fagmaður. Ber fyrirtækið engar skyldur til fólks sem hefur lagt öll sín bestu starfsár til fyrirtækisins? Hver er samfélagsleg ábyrgð þess? Af hverju er fyrirtækið sífellt að losa sig við fólk sem á skammt í starfslok?   Allir vilja stöðu öryrkja sem besta, en í þeirri umræðu sem fram fór um daginn gleymdu menn sér í því að skamma verkalýðshreyfinguna og ræddu ekki hvaðan fjármunir til öryrkja ættu að koma og ekki var rætt um stöðu almennra lífeyrissjóða. Það er nú þegar búið að skerða ellilífeyrisþega í sumum almennu lífeyrissjóðunum um 20% og til viðbótar átti að færa 400 - 500 millj. kr. frá ellilífeyrisþegum til öryrkja. Verkalýðshreyfingin hefur margoft bent á það misrétti sem stjórnmálamenn eru búnir að búa til. Sumri lífeyrissjóðir geta sótt aukna örorkubyrði í ríkissjóð á meðan aðrir geta það ekki. Þingmenn standa svo fremstir allra og krefjast þess að almennir lífeyrissjóðir skerði enn frekar hjá ellilífeyrisþegum. Hverjir eru það sem stjórna skerðingarkerfinu? Hverjir eru það sem setja lög um starfsemi lífeyrissjóða, og setja þeim þau skilyrði að þeir megi ekki lofa sjóðsfélögum umfram skuldbindingar?   Hvað varðar málefni erlendra launamanna þá hefur verkalýðshreyfingin allt frá upphafi staðið í eldlínunni gagnvart stjórnvöldum, sem hafa alla tíð verið okkar erfiðasti hjalli í þeim málum. Verkalýðshreyfingin hefur sett tugi millj. kr. í að styrkja stöðu erlendra launamanna. Ríkissjóður hefur hingað til ekki borgað krónu í íslenskunám. Á síðustu 3 árum hefur RSÍ varið um 5 millj. kr. á ári í þennan málaflokk til viðbótar hafa starfsmenn varið umtalsverðum tíma í að laga stöðu erlendra launamanna. Við náðum miklum árangri austur á Kárahnjúkum, einhverja hluta vegna virðast stjórnvöld í dag vilja halda því fram að ástandið eins og það sé nú hafi alltaf verið svona, við munum betur.   Við höfum margítrekað bent stjórnvöldum á að það myndi koma í bak þeirra ef þeir létu það viðgangast að hið svarta neðanjarðarkerfi myndi þróast án þess að þau gerðu nokkuð.  Hvað er að gerast núna? Það streyma inn reikningar upp á tugi milljóna króna til ríkissjóðs vegna sjúkrakostnaðar vegna erlendra verkamanna sem ekki eru tryggðir og birtast allt í einu á sjúkrahúsum landsins. Vitanlega er þeim sinnt en það lendir á skattborgurum að borga reikninginn á meðan starfsmannaleigur komast upp með að starfa í undurdjúpunum.      Samkeppnisstaða fyrirtækja byggist á góðu framboði á velmenntuðu og hæfu starfsfólki. Sé litið til langs tíma munu góð laun og vinnuaðstaða laða til sín góða starfskrafta og fyrirtækin sem búi við þannig stöðu verði sterkari og geti gert langtíma áætlanir. Í Noreg hefur verið unnið ötullega í því að jafna stöðu innflutts vinnuafls, næg vinna er í landinu og laun góð. Norsk fyrirtæki hefðu ekki náð þessum árangri án þess að hafa nægilegt starfsfólk. Þetta hefur gagnvirk áhrif þegar fólk sem hafi kynnst hvernig málin gangi fyrir sig í Noreg og fari heim, það ber með sér þá reynslu sem muni leiða til þess að verkafólk í þessum löndum mun krefjast betri kjara.   Eftir sameiningu vinnumarkaðar í Evrópska efnahagsbandalaginu hefur óttinn við flæði fólks frá fyrri Austur-Evrópuríkjum verið mikill hjá Vesturríkjunum. Hjá verkalýðshreyfingunni hefur óttinn beinst mest að því að farandverkamenn væru tilbúnir að vinna fyrir mun lægri laun og við mun lakari aðstæður en vestræn verkalýðsfélög höfðu náð fram með áratugabaráttu. Einnig liggur fyrir að vestrænir launamenn geta ekki með nokkru móti framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem aðflutt launafólk gat gert í sínu heimlandi. Rök fyrirtækjaeigendanna voru þau að þau yrðu að fá ódýrt vinnuafl til þess að standast samkeppnina og stjórnvöld tóku undir það og gerðu lítið til þess að koma skipulagi yfir innflutning á erlendum farandverkamönnum.   Umræðan er oft svo innihaldslaus hér á landi. Hún snýst um hluti sem ekki skipta máli. Þeir sem stjórnar umræðunni beina henni nánast alltaf að atriðum sem ekki skipta máli. Fyrrverandi forsætisráðherra hrósaði sér í frægu Kastljósviðtali nýverið hvernig honum hefði ætíð tekist að leiða blaðamenn og viðtalandendur inn á þessar brautir þegar hann vildi komast hjá því að svara. Smjörklípuaðferðin nefndi hann það. Er ekki langt komið þegar forsvarsmenn þjóðarinnar eru að hrósa sér fyrir hversu sniðugir þeir séu við að komast hjá því að ræða málin við þjóð sýna.   Við höfum á undanförnum áratug verið í vaxandi mæli að upplifa það að markaðsöflin hafa í skjóli frjálshyggjusveiflu skapað vaxandi spennu milli vinnu og fjármagns. Einkavæðing og hagræðing undir stjórn eigenda fjármagnsins sem krefjast sem mests arðs á sem stystum tíma hefur ýtt til hliðar langtíma hagsmunum. Fyrirtæki eru bútuð niður, starfsfólki sagt upp svo arður á næsta ársfundi verði sem mestur og hlutabréfin hækki. Þetta hefur leitt til ófremdarástands í þýðingarmiklum þáttum í þjóðfélaginu. Viðhald vegakerfinu, dreifikerfum síma og orku og vatnsveitum, allt er skorið niður til þess að skammtímahagnaður verði sem mestur og hlutabréfin seljist. Nú sitja sveitarfélögin í þeirri súpu að verða að kaupa þessi fyrirtæki til baka til þess að tryggja menning lágmarksþjónustu. Samfélagslegar eignir eins og vatnsorka, gufuafl og fiskur sem syndir um í sjónum umhverfis landið eru skyndilega komnar hendur einkaaðila, án þess að nokkur sinni hafi farið fram sala á þessum eignum. Ekkert afgjald rennur til þjóðfélagsins.  Verkalýðshreyfingin hefur margoft hvatt til þess að  tekið verði á þessu og snúið til baka af vegi frjálshyggjunnar og stjórnvöld gæti að hagsmunum heildarinnar og tryggi hana.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?