Fréttir frá 2006

11 18. 2006

Ódrengileg vinnubrögð Alcan/Ísal

Á trúnaðarráðstefnu rafiðnaðarmanna var fjallað um uppsagnir hjá Alcan/Ísal. Fram kom að þetta hefði ætíð verið ákaflega góður vinnustaður, vel búið að starfsmönnum og margt komið í gegnum kjarasamninga við Ísal  sem var tekið upp hjá öðrum. En undanfarin ár hefur borið á fyrirvaralausum óútskýrðum uppsögnum og hafa þær verið 9 á þessu samningstímabili. Í sjálfu sér er ekkert athugavert þó svo fyrirtæki verði að segja upp starfsfólki ef yfirstanda breytingar á starfsemi eða eitthvað þessháttar. En það kom glöggt fram á ráðstefnunni að það væri algjörlega óviðunandi hvernig staðið væri að uppsögnum hjá Acan og full ástæða að benda forsvarsmönnum fyrirtækisins að þeir væru á ákaflega óábyrgan hátt að stefna vinnufriði á svæðinu í óefni. Steininn hefði endanlega tekið úr með fyrirvaralausar uppsagna 3ja starfsmanna Alcan nýverið.Á trúnaðarráðstefnu rafiðnaðarmanna var fjallað um uppsagnir hjá Alcan/Ísal. Fram kom að þetta hefði ætíð verið ákaflega góður vinnustaður, vel búið að starfsmönnum og margt komið í gegnum kjarasamninga við Ísal  sem var tekið upp hjá öðrum. En undanfarin ár hefur borið á fyrirvaralausum óútskýrðum uppsögnum og hafa þær verið 9 á þessu samningstímabili. Í sjálfu sér er ekkert athugavert þó svo fyrirtæki verði að segja upp starfsfólki ef yfirstanda breytingar á starfsemi eða eitthvað þessháttar. En það kom glöggt fram á ráðstefnunni að það væri algjörlega óviðunandi hvernig staðið væri að uppsögnum hjá Acan og full ástæða að benda forsvarsmönnum fyrirtækisins að þeir væru á ákaflega óábyrgan hátt að stefna vinnufriði á svæðinu í óefni. Steininn hefði endanlega tekið úr með fyrirvaralausar uppsagna 3ja starfsmanna Alcan nýverið.   Ákaflega hörð gagnrýni var á störf upplýsingafulltrúa Alcan Hrannars Péturssonar. Hann hafi ítrekað komið fram í fjölmiðlum og gefið í skyn að hinir 3 ólánssömu starfsmenn hafi gerst brotlegir í störfum. Hann hefur aftur á móti margumbeðin ætíð hafnað beiðnum um að fara að kjarasamningum og leggja þau gögn á borðið og rökstyðja það sem hann er að segja.   Þetta hefur valdið mikilli ókyrrð meðal starfmanna Alcan, einnig hafa margir fyrrverandi starfsmenn tjáð sig í fjölmiðlum og sagt frá því hvernig þeir hafi fengið samskonar meðhöndlun hjá Alcan. Fyrirvaralaus uppsögn þar sem þeir eru leiddir samstundis út fyrir hlið eins og þeim hafi orðið eitthvað alvarlega á í sínum störfum. Í mörgum tilfellum hafi þeir orðið fyrir einelti af yfirmönnum Alcan. Fyrir nokkrum dögum boðaði vaktstjóri til fundar í kerskálunum í Straumsvík. Meðal annarra mætti á fundinn einn af yfirmönnum álversins og tjáði fundarmönnum að þremenningunum sem var sagt upp hefðu margsinnis verið áminntir meðal annars bréflega. Í kjölfar fundarins sendu hinir 3 ólánssömu menn frá sér neðangreinda yfirlýsingu.   Yfirlýsing Við undirritaðir fyrrverandi starfsmenn Alcan á Íslandi lýsum því yfir að fullyrðingar Gunnars Guðlaugssonar á fundum starfsmanna í kerskála um að við höfum verið áminntir skriflega, eru rakalausar. Enginn okkar hefur fengið slík bréf. Við munum leita allra leiða til að leiða hið sanna í ljós og að Gunnar fái tækifæri til að svara til um tilurð þessara bréfa hjá þar til bærum yfirvöldum. Hans Hafsteinsson, Jón Marteinsson, Sigurður P. Sigurðsson   Þessi yfirlýsing varð til þess að RSÍ skrifaði Alcan bréf þar sem þess var krafist að fyrirtækið færi að kjarasamningum sýndi yfirtrúnaðarmanni og trúnaðarmanni öll þau gögn sem ítrekað hefðu komið fram hjá upplýsingafulltrúa og öðrum yfirmönnum að væru fyrirliggjandi. Alcan var gefin 2ja daga frestur til þess að leggja fram þessi gögn. Í svarbréfi lögmanns Ísal var því algjörlega hafnað að leggja þau fram.   Allur málatilbúnaður Alcan er með ólíkindum. Starfsmenn sem eiga að baki yfir 3ja áratuga farsæl störf hjá fyrirtækinu eru fyrirvaralaust án nokkurra skýringar leiddir út fyrir hlið og sendir heim. Þeir eru búnir að verja öllum sínum bestu starfsárum hjá fyrirtækinu og eiga stutt eftir í að geta nýtt réttindi sín flýttra starfsloka. Þessir menn hafa nýlokið við að leggja dag við nótt að keyra upp ker sem féllu út fyrir skömmu og með því sparað fyrirtækinu hundruð milljóna króna. Til að réttlæta þetta er gefið í skyn að fyrirtækið hafi undir höndum margskonar gögn sem sýni að þessir menn hafa gerst sekir í sínum störfum og þeir hafi fengið aðvaranir. Starfsmennirnir þvertaka fyrir það og fyrirtækið víkur sér undan að sýna trúnaðarmönnum þau gögn sem það segist hafa undir höndum, þrátt fyrir að því beri tvímælalaust að gera það.   Fyrirtækinu virðist ekki duga að niðurlægja trygga starfsmenn til margra ára, til viðbótar eru rýrðir möguleika þeirra til þess að komast í önnur störf. Eins og staðan er þá flokkast vinnubrögð fyrirtækisins undir ódrengilegan rógburð. Steininn í ómsmekklegheitunum tók úr kostulegu drottningarviðtali í Fréttablaðinu nýverið.  Lögmanni RSÍ var falið að stíga næsta skref í málin með vísan til  18. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd farið þess á leit að fá í hendur öll gögn og upplýsingar sem fyrirtækið hefur safnað og hefur á skrá hjá sér, hvort sem er frammistöðumat, aðfinnslur eða áminningar. Samkvæmt tilvitnaðri grein á aðili sem um hafa verið skráðar upplýsingar rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem ábyrgðaraðili, þ.e. fyrirtækið,  hefur skráð eða hefur undir höndum um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að starfsmenn sem og fyrrverandi starfsmenn eigi rétt á aðgangi að upplýsingum sem fyrirtæki hefur safnað um þá eða skráð.    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?