Fréttir frá 2006

11 18. 2006

Launakönnun RSÍ í september 2006.

Á ráðstefnu trúnaðarmanna RSÍ var kynnt ný launakönnun sem Gallup gerði fyrir RSÍ. Unnið var 1200 manna úrtak í félagskrá sem valið var eftir reglum Gallup. Svarhlutfall var 64.1%. Í september voru meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna sem voru með sveinspróf eða meiri menntun eru 409 þús. kr. og þeirra sem voru með minni menntun en sveinspróf voru með 330 þús. í meðalheildarlaun. Þeir sem voru með sveinspróf eða meira voru með 1.730 kr. að meðaltali í dagvinnutímalaun þeir sem voru með minna en sveinspróf voru með 1.489 kr. fyrir dagvinnutímann. Meðalvinnuvikan er 46. tímar.Á ráðstefnu trúnaðarmanna RSÍ var kynnt ný launakönnun sem Gallup gerði fyrir RSÍ. Unnið var 1200 manna úrtak í félagskrá sem valið var eftir reglum Gallup. Svarhlutfall var 64.1%. Sem telst gott í dag eins og kom fram hjá starfsmönnum Gallup. Þegar hópurinn sem svaraði er skoðaður kemur í ljós að hann endurspeglar hlutföll starfsstétta innan sambandsins og eins kynjahlutfall. Starfsmenn RSÍ hafa öðru hvoru unnið launakannanir úr gögnum frá innheimtudeild. Þar geta þeir einvörðungu séð meðalheildarlaun, en ekki séð meðaldaglaun að meðalvinnutíma. Meðalheildarlaunin sem komu úr könnun Gallup eru mjög svipað og starfsmenn RSÍ hafa fengið í sínum könnunum   Í könnun Gallup var spurt hversu RSÍ hefði staðið sig almennt og fékk sambandið 3,7 í meðaleinkunn af 5 mögulegum, 67% töldu sambandið hafa staðið sig frekar vel eða mjög vel. Einnig var spurt um hvernig RSÍ hefði staðið sig í að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, þar fékk sambandið hærri einkunn eða 73% sögðu sambandið hefði staðið sig frekar vel eða mjög vel, sem þýðir 3,8 í meðaleinkunn.   88,3% svarenda voru launþegar, 7,1% voru sjálfstætta starfandi einyrkjar og rúm 2% nemar. Meðalstarfsaldur svarenda er um 10 ár og 90,5% voru í fullu starfi. 82% voru í dagvinnu, 6% stunduðu bæðu vaktavinnu og dagvinnu. 12% voru í vaktavinnu.   Spurt var um laun í september og hvernig þau skiptust. 58,2% voru á daglaunum og fengu yfirvinnugreidda samkvæmt unnum tímum. 25,4% voru á föstum launum, 12,7% voru á föstum launum, en yfirvinna umfram ákveðið mark greidd. 2,9% tóku yfirvinnu að hluta til út í fríum.   Heildarvinnustundir í september voru að meðaltali 199,3 stundir og meðalvinnuvika er 46,03 stundir. Meðaldagvinnustundir voru 163,6 og meðaldagvinnustundir í viku voru 37,8. Karlar unnu að meðaltali 41,3 yfirvinnustundir í september og konur 18,7 stundir. Rafvirkjar unnu 46,6 yfirvinnustundir að meðaltali í september, rafeindavirkjar 33, 6 yfirvinnustundir og aðrir 27 stundir   12% af úrtakinu vann enga yfirvinnu. 25% unnu 1 ? 20 yfirvinnustundir, 30% unnu 21 ? 340 yfirvinnustundir, 13,8% unnu 41 ? 60 yfirvinnustundir og 20% unnu yfir 61 yfirvinnustundir.   Þeir sem voru í fullu starfi unnu að meðaltali 40,6 yfirvinnustundir í september og voru meðalheildarlaun þeirra sem voru í fullu starfi 384.103 kr. Allar launatölur hér að neðan eru teknar úr svörum þeirra sem eru í fullu starfi. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna í september voru 384.103 kr. Meðalheildarlaun þeirra sem voru með sveinspróf eða meiri menntun eru 409 þús. kr. og þeirra sem voru með minni menntun en sveinspróf voru með 330 þús. í meðalheildarlaun.   Meðalheildarlaun rafvirkja í september voru 429 þús. kr. meðalheildarlaun rafeindavirkja 395 þús. kr. og tæknifólk í rafiðnaði var með 326 þús. kr.   Meðaldaglaun rafiðnaðarmanna í september er 287.184 kr. og meðaldagvinnutímakaup er 1.657 kr.   Meðaldagvinnutímalaun rafvirkja í september eru 1.643 kr. Rafeindavirkjar eru með 1.777. kr. og tæknifólk í rafiðnaði var með 1.617 kr. fyrir dagvinnutímann.   Þeir sem voru með sveinspróf eða meira voru með 1.730 kr. að meðaltali í daglaun þeir sem voru með minna en sveinspróf voru með 1.489 kr. fyrir dagvinnutímann

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?