Fréttir frá 2006

11 20. 2006

Rafiðnaðarkonur með hærri laun en rafkarlar

Í könnun Gallup fyrir Rafiðnaðarsambandið um laun félagsmanna í september kom fram að konur eru um 12% félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins. 30% rafiðnaðarkvenna hafa lokið iðnnámi eða meira námi. Athygli vekur að rafiðnaðarkonur sem hafa lokið sveinprófi eða meira eru með 18% hærri daglaun en karlarnir.Í könnun Gallup fyrir Rafiðnaðarsambandið um laun félagsmanna í september kom fram að konur eru um 12% félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins. 30% rafkvenna hafa lokið iðnnámi eða meira námi. Aftur móti hafa 82% rafkarla lokið iðnnámi eða meira. Svipaður fjöldi hefur lokið Tækniskóla eða háskólanámi eða um 12% rafkarla og rafkvenna.   Dagvinnutímar karla og kvenna í rafiðnaðarstörfum eru að jafnaði 164.3 tímar sama hvort kynið um er að ræða. En dagvinutímar eru hjá raffólki sem ekki hefur lokið iðnnámi er í við lægri að jafnaði eða 163 tímar. Í því sambandi spilar inn að hlutfallslega stærri hópur þess hóps vinnur einhverskonar vaktavinnu.   Það er um 6,5% munur á daglaunum hjá raffólki sem ekki hefur lokið iðnnámi, körlum í hag.   Dagvinnulaun                                                                 munur Karlar með iðnnám eða minna               263 þús. kr. +6,5% Konur með iðnnám eða minna               247 þús. kr. Karlar með sveinspróf eða meira           298 þús. kr. Konur með sveinspróf eða meira.          352 þús. kr. +18,1%   En athygli vekur að rafiðnaðarkonur sem hafa lokið sveinprófi eða meira eru með 18% hærri daglaun en karlarnir. Í þessu sambandi er ástæða að geta þess að það eru engar konur í ákvæðisvinnu. Dagvinnutaxtar í ákvæðisvinnu eru yfirleitt frekar í lægri kantinum, sem er afleiðing þess að það leiðir einfaldlega til þess að bónusinn verður hærri og daglaunamunur leiðréttist við heildaruppgjör.   Ef heildarvinnutími er skoðaður staðfestist það sem áður hefur komið fram í könnunum innan RSÍ, að rafkarlar skila að jafnaði lengri vinnudegi en konur.   Heildarvinnustundir í september Karlar með iðnnám eða minna                    201,1 tímar Konur með iðnnám eða minna                      175,1 tímar  Karlar með sveinspróf eða meira                201,3 tímar Konur með sveinspróf eða meira                191,4 tímar   Heildarlaun      Þetta leiðir til  þess að heildarlaun rafkarla eru meiri, en meðallaun rafkvenna með sveinspróf eru 2,6% hærri.                                                                      Heildarlaun      Meðaltímalaun    munur Karlar með iðnnám eða minna             351 þús. kr.        1.745 kr.             +13% Konur með iðnnám eða minna             270 þús. kr.        1.542 kr. Karlar með sveinspróf eða meira         409 þús. kr.        2.032 kr. Konur með sveinspróf eða meira         399 þús. kr.        2.085 kr.             +2,6%   Heildarlaun karlannan eru hærri sakir þess að þeir skila að meðaltali 10 vinnustundum lengri vinnumánuði. Heildarvinnustundir rafiðnaðarmanna í september voru að meðaltali 199,3 stundir og meðalvinnuvika er 46,03 stundir. Ef bæði kynin hefðu unnið jafnan tíma hefðu karlarnir haft 404.978 kr. í laun fyrir septembermánuð en konurnar 415.541 kr.   Eins og hér kemur fram þá er munurinn á rafiðnaðarfólki með sveinspróf í reynd ekki alveg eins mikill og fram kemur í daglaunum. Í launakönnun starfsmanna RSÍ fyrir ári kom fram að það væri engin launamunur milli rafiðnaðarkvenna með sveinspróf eða meiri menntun og sambærilegra rafkarla.   Í öllum tilfellum er um að ræða rafiðnaðarmenn í fullu starfi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?