Fréttir frá 2006

11 21. 2006

Fjöldi erlendra rafiðnaðarmanna í landinu

Þann 1. nóv. hafði Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins fengið beiðnir um mat á menntun 262 rafiðnaðarmanna. Samþykkt voru bréf 211 rafvirkja, 10 rafvélavirkja, 4 rafeindavirkja, 17 rafveituvirkja, 6 línumanna, 1 símsmiðs. 7 umsóknum var hafnað. Auk þessa eru fyrirliggjandi upplýsingar að Vinnumálastofnun hafi skráð inn í landið á vegum starfsmannaleiga 36 rafvirkja og 5 aðstoðamen rafvirkja. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um starfsréttindi og nám þessara manna, og heldur ekki um hvar þeir starfi eða kjör þeirra. Athygli vekur að samkvæmt landslögum á að kanna starfsréttindi viðkomandi ef hann fer í starf þar sem krafist er starfsréttinda.  Þann 1. nóv. hafði Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins fengið beiðnir um mat á menntun 262 rafiðnaðarmanna. Samþykkt voru bréf 211 rafvirkja, 10 rafvélavirkja, 4 rafeindavirkja, 17 rafveituvirkja, 6 línumanna, 1 símsmiðs. 7 umsóknum var hafnað. Allir þessir rafiðnaðarmenn eru með ráðningu hjá viðurkenndum fyrirtækjum hér á landi og eru með eðlileg launa- og starfskjör auk þess að þeirra mál eru í lagi hvað varðar tryggingar og íslenska heilbrigðiskerfið.   Auk þessa eru fyrirliggjandi upplýsingar að Vinnumálastofnun hafi skráð inn í landið á vegum starfsmannaleiga 36 rafvirkja og 5 aðstoðamen rafvirkja. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um starfsréttindi og nám þessara manna, og heldur ekki um hvar þeir starfi eða kjör þeirra. Athygli vekur að samkvæmt landslögum á að kanna starfsréttindi viðkomandi ef hann fer í starf þar sem krafist er starfsréttinda.   Á skrifstofu RSÍ liggur afrit af samningur starfsmannaleigu við íslenskt fyrirtæki um leigu á starfsmanni. Þar er sagt að starfsmaðurinn hafi tæpar 800 kr. á tímann hjá leigunni. Það er byrjunartaxti sérhæfðra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu. Jafnframt stendur á öðrum stað í samningnum að starfsmannaleigan ábyrgist að viðkomandi hafi langa og mikla reynslu í viðkomandi starfi og faglegrar þekkingar!!   Eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá er það ekki vandamál að hingað komi rafiðnaðarmenn, vandamálið er eftirlitskerfið og starfsmannaleigur sem eru að nýta sé götin í því til þess að hafa af bláfátæku fólki laun og kjaratengd réttindi.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?