Fréttir frá 2006

11 30. 2006

Lágmarksdaglaun hafa hækkað um 45.9% á samningstímanum

Á undanförnum árum hafa rafiðnaðarmenn lagt sérstaka áhersla á að hækka lágmarksdaglaun. Við endurnýjum samninga hafa þau ætíð verið hækkuð sérstaklega umfram almennar launahækkanir.  Við skoðun á launaþróun innan rafiðnaðargeirans þá kemur í ljós að vinnutími minnkar í réttu hlutfalli við hækkandi daglaun.Á undanförnum árum hafa rafiðnaðarmenn lagt sérstaka áhersla á að hækka lágmarksdaglaun. Við endurnýjum samninga hafa þau ætíð verið hækkuð sérstaklega umfram almennar launahækkanir.  Við skoðun á launaþróun innan rafiðnaðargeirans þá kemur í ljós að vinnutími minnkar í réttu hlutfalli við hækkandi daglaun. Við gerð Þjóðarsáttar árið 1990 var meðalvinnutími rafiðnaðarmanna 56 stundir á viku og meðalvinnutíminn var árið 2000 kominn í tæpa 50 tíma á viku. Í dag er meðalvinnutíminn um 46 tímar á viku.   Í lok síðasta samningstímabils voru lágmarksdaglaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf 129 þús. kr. Samið var um að þau myndi hækka sérstaklega á samningstímanum á hverju ári umfram almennar launahækkanir og voru lágmarksdaglaunin í ársbyrjun þessa árs komin í 165 þús. kr. Þau hækkuðu um 15 þús. kr. í sumar og verða 1. jan. næstk. kominn í kr. 189 þús. kr. Lágmarksdaglaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf hafa því hækkað næstk. áramót um 45,9% á þessum samningstíma. Á sama tíma og almennar launahækkanir hafa verið um 13%. Launaþróun hefur verið umtalsverð á þessum tíma og voru meðaldaglaun rafiðnaðarmanna í september 287 þús. kr.   Ef rýnt er í þá launkönnun sem Gallup gerði nýverið á launum rafiðnaðarmanna í september síðastliðnum þá eru 10% rafiðnaðarmanna með sveinspróf og í fullu starfi með lágmarksdaglaun. Eins og áður hefur komið fram þá eru ákvæðisvinnumenn oft á lágum dagtöxtum og það skekkir myndina eitthvað. Einnig gætu einhverjir af hinum um 300 erlendu rafiðnaðarmönnum verið þarna á meðal.   Annars eru hlutföll milli tekjubila þessi :    27% raf.m. með sveinspr. eru með dagl. á milli 200 til 250 þús. kr. 25% raf.m. með sveinspr. eru með dagl. á milli 251 til 300 þús. kr. 15% raf.m. með sveinspr. eru með dagl. á milli 301 til 350 þús. kr. 22% raf.m. með sveinspr. eru með hærri daglaun.   Hvað varðar efsta gætu þar verið einhverjir af hinum svokölluðu pakkalaunamönnum. Þ.e.a.s. þeir sem hafa gert fastlaunasamning um kjör sín og þar er stundum erfitt að greina á milli daglaunaog annarra þátta. Stóri hópurinn er á launaflokkum 28 til 36 með daglaun milli 240 þús. kr. til 290 þús. kr.        

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?