Fréttir frá 2006

12 4. 2006

Tímalaun eða fastlaunasamningar?

Samkvæmt könnun sem Gallup gerði á launasamsetningu rafiðnaðarmanna í september kemur fram að 58% félagsmanna fær greidd laun samkvæmt tímaskrift, en  42% er á fastlaunasamningum í einhverju formi. Samkæmt nýlegri könnun Gallup fyrir RSÍ kemur fram að fastlaunasamningsmenn vinna 11 tímum skemur á mánuði, en eru með 5% hærri laun.Samkvæmt könnun sem Gallup gerði á launasamsetningu rafiðnaðarmanna í september kemur fram að 58% félagsmanna fær greidd laun samkvæmt tímaskrift, en  42% er á fastlaunasamningum í einhverju formi, sem skiptast þannig : 26% á fastlaunasamningum sem eru samsettir af grunnlaunum og óunninni yfirvinnu. 13% á fastlaunasamningum sem eru samsettir af grunnlaunum og óunninni yfirvinnu, en yfirvinna umfram ákveðið mark er greidd 3% er á fastlaunasamningum þar sem yfirvinna umfram ákveðið mark er tekinn útí fríum   Launamunur þessara hópa Þeir sem fá laun greidd samkvæmt tímaskriftum unnu að jafnaði 206 klst. í september. og voru með 411 þús. kr. í heildarlaun í vegnu meðaltali, eða kr. 1.995 í jafnaðartímakaup   Þeir sem eru á fastlaunasamningum unnu að jafnaði 195 klst. og voru með 406 þús. kr. í heildarlaun í vegnu meðaltali, eða kr. 2.092 í jafnaðartímakaup   Samkvæmt þessu vinna fastlaunasamningsmenn að jafnaði  2,5 kl.st skemur á viku, en eru með 5% hærri laun.   Báðir hópar unnu svipaðan dagvinnutíma   Gerð fastlaunasamninga Við gerð fastlaunasamninga er grundvallaratriði að það liggi ljóst fyrir hvernig hið fasta endurgjald (laun) er samansett og við hvaða kjarasamning sé miðað. Þannig að tryggt sé að viðkomandi fái umsamdar launahækkanir og eins það sé vitað við hvaða vinnutíma sé miðað. Ef vinna fer upp fyrir það á vitanlega að greiða yfirvinnulaun.   Fastlaunasamningar geta verið ef rétt er að staðið, leið til þess að hækka laun. Þeas að þeir geta verið hvatning til þess að starfsmaðurinn hagræði vinnu sinni þannig að hann skili starfi sínu á skemmri tíma og njóti þess í óbreyttum launum.   En þetta getur svo snúist upp í andstöðu sína, ef  fastlaunasamningur er ekki skilgreindur og starfsmaður er svo látinn vinna langt út fyrir það sem lagt var til grundvallar án endurgjalds  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?