Fréttir frá 2006

12 11. 2006

Atriði úr kjarasamningum RSÍ, sem oftast er spurt um.

Hér er farið yfir öll helstu atriði sem oftast er spurt um vegna kjarmála  Launatengd atriði. Lágmarkslaun frá um með 1. janúar 2007. Lágmarkslaun tæknifólks rafiðnaði án sveinsprófs er kr. 148.077 og lágmarkslaun rafiðnaðarmanns með sveinspróf er kr. 189.474. Lágmarkslaun eins árs sveins er kr. 193.825 og þriggja ára sveins kr. 198.285. Lágmarkslaun fimm ára sveins með meistarabréf er kr. 217.268.   Lágmarksdaglaun rafiðnaðarmanns með 3ja ára sveinspróf við virkjanaframkvæmdir eru kr. 231.790, innifalið í taxta er verkfærapeningar og orlofs- og desemberuppbót eins og kveðið er á um í virkjanasamning.    Stjórnunarálög ekki innifalin í töxtunum, þekkt stjórnunarálög eru 15%, 21%, 27% og 32,4%. Ef krafist er sérstakrar menntunar eins og t.d. rafiðnfræði skal semja um það sérstaklega. Orlofsuppbót                            Orlofsuppbót iðnnema Árið 2006             kr. 22.400             kr. 16.800 Árið 2007             kr. 23.000             kr. 17.100   Desemberuppbót                     Desemberuppbót iðnnema Árið 2006             kr. 40.700              kr. 25.600 Árið 2007             kr. 41.800              kr. 26.200   Í sumum tilfellum orlofs- og desemberuppbót innifaldir í kaupi og skal það þá tekið fram í ráðningarsamningi. Þessar bætur eru hærri í sumum sérsamninga RSÍ, þá yfirleitt 2ja vikna laun.   Launahækkanir skulu vera a.m.k. 1. janúar 2006 2.5% og 1. janúar 2007 2.9% Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna hækka í samræmi við umsamdar launahækkanir, en taka að auki sérstaka 2.5% hækkun 1. janúar 2006, 15.000 kr. 1. júlí 2006 og aukahækkun um 2.5% 1. janúar 2007.   Verkfærapeningar eru 4,23% og innifaldir í launatöxtum. Þetta gildir einungis um algeng handverkfæri. Atvinnurekandi leggur fram önnur verkfæri. Fatapeningar innifaldir í launatöxtum, þetta á við venjuleg föt. Þurfi rafiðnaðarmaður sérstakan skjólfatnað vegna óþrifnaðar eða vegna veðurs leggur atvinnurekandi þann fatnað til.Verði rafiðnaðarmaður fyrir tjóni á nauðsynlegum fatnaði sem hann skaffar eða munum við vinnu t.d. úrum, gleraugum skal það bætt.   Launatengd gjöld. Atvinnurekandi greiðir 1% af öllum launum í styrktarsjóð, 0,25% í orlofssjóð, 1 % í eftirmenntunarsjóð, 0,1% í hagræðingarsjóð og 6 % í lífeyrissjóð en hækkar í 7% 1. janúar 2005 og svo í 8% 1. janúar 2007. Fyrirtæki er skylt að greiða 1% í séreignarsjóð án mótframlags launþega, en sú skylda fellur niður 1. jan. 2005. Starfsmaður greiðir í félagssjóð 1,1% af heildarlaunum og 4% af öllum launum í lífeyrissjóð. Greiði launþegi 2% í séreign þá greiðir atvinnurekandi sömu upphæð. Atvinnurekanda er skylt að halda eftir þessum gjöldum og skila þeim til innheimtustofu RSÍ.   Laun undirverktaka þurfa að vera um 40% hærri laun til þess að hann haldi umsömdum lágmarkskjörum. Þeir búa í flestum tilfellum við verulega skert atvinnuöryggi. Sjá lið á heimasíðu undir ?Kaupsskrár? merkt ?Skipting launa Undirverktaki?   Reikniliðir launa. Dagvinnulaun finnast með því að deila 173.33 í mánaðarlaun.  Laun fyrir reglubundinn 8 stunda vinnudag eru fundin með því að deila 21,67 í mánaðarlaun. Löghelgir frídagar eru 11,21 á ári (rauðir dagar á svörtum). Í meðaltalsári eru 365, 24 dagar, 52,18 vikur, 8.765,82 klst. 104,36 almennir frídagar, 249,68 vinnuskyldudagar, 1.997,41 vinnuskyldustundir. Það eru 166,45 (166 klst 27 mín) meðaltalsvinnuskyldustundir í mánuði og 4.33 vikur í meðaltalsmánuði Á löghelgum frídögum á virkum dögum á starfmaður rétt á daglaunum.   Lágmarkssamningar. Kjarasamningar sem aðildarfélög vinnumarkaðarins gera eru lágmarkssamningar, þannig að einstaklingum er ekki heimilt að vinna við lakari kjör og er einnig óheimilt að gera samning um lakari kjör. Lög nr. 55.9.6.80. Ef gerður er vinnustaðasamningur þá mega launkjör og launahækkanir ekki vera minni en um er samið í lögbundnum almennum kjarasamningum.   Trúnaðarmenn. Á hverri vinnustöð þar sem eru a.m.k 5 félagsmenn er heimilt að tilnefna trúnaðarmann. Um trúnaðarmenn gilda sérstök ákvæði.   Vinnutími. Dagvinna er 8 klst. og má vera á tímabilinu 7.00 - 19.00. Ef dagvinnu er skilað utan þessa tíma á að greiða auk daglaun mismun daglauna og yfirvinnu. Launamaður á ekki kröfu til launa mæti hann ekki til vinnu, nema um veikindi sé að ræða eða umsamið frí.   Matartími telst ekki til vinnutíma í dagvinnu. Neysluhlé í yfirvinnu teljast til vinnutíma og eru greidd að auki ef þau eru unnin.   Yfirvinna greiðist með 80% álagi eða 1,0385% af mánaðarlaunum. Við útreikning yfirvinnuálags á að draga verkfærapeninga frá áður en 80% álag er lagt. Það er hægt að reikna það út án þess, með því að setja 78% eða 1.027% af mánaðarlaunum. Stórhátíðarálag er 1,375% af mánaðarlaunum.  Stórhátíðardagar eru: Nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, jóladagur og eftir kl. 12. aðfangadag og gamlársdag.   Útkall er a.m.k. 3 tímar eða sá tími sem unnin er plús 1 tíma, en útkall er 4 tíma frá miðnætti til kl. 6.00 að morgni og frá kl. 17.00 á laugardag til 06.00 á mánudagsmorgun. Á bakvöktum er útkallstími styttri. Ef starfsmaður þarf að sinna þjónustu utan vinnutíma t.d. um síma, skal semja sérstaklega um þóknun vegna þess.   Laun í veikindum eða slysum eru föst laun. Það er föst meðallaun næstliðinna 4 mánuði.Kaffitímar eru kl. 9.00 - 9.15, 15.00 - 15.20, 23.00 - 23.20, 7.00 - 7.25. Matartímar. 12.00 - 13.00, 19.00 - 20.00, 3.00 - 4.00. Kaffitímar teljast með vinnutíma en matartímar ekki. Séu kaffi- eða matartímar ekki teknir eða teknir að hluta, þá styttist dagvinnutími sem því nemur. Á vöktum fara menn í neysluhlé í vinnutíma.   Ferðakostnaður. Ef unnið er utan þess svæðis sem strætisvagnar ná til eiga rafiðnaðarmenn rétt á ferða- og matarpeningum. Greiða skal kaup fyrir allan þann tíma sem rafiðnaðarmenn eru á ferð frá verkstæði til vinnustaðar. Ferðakostnaður annað hvort greiddur samkvæmt framlögðum nótum eða miðast við dagpeninga ferðakostnaðarnefndar ríkisins.   Orlof. Lágmarksorlof er 2 dagar fyrir hvern unnin mánuð, eða 24 virkir dagar á ári. Orlofslaun eru 10.17% af öllum launum. Eftir 5 ár hjá sama vinnuv. 27 daga, orl.l. 11,59%. Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki 28 dagar, orl.l. 12,07%. Orlofsréttur er ávinnsluréttur þannig að eftir t.d. 5 ára starf hjá vinnuveitanda hækkar orlofsframlag frá þeim degi og einu ári síðar hefur viðkomandi starfsmaður öðlast rétt til 27 daga orlofs.   Á sumum sérsamningum RSÍ er 6 daga vetrarorlof og þá er sumarorlof 24 dagar.   Ef rafiðnaðarmaður er í orlofi og er ræstur út getur hann hafnað útkalli eða sett fram sérstakar launakröfur. T.d. að reglur um útkall gildi sem lágmarksgreiðsla.   Punktakerfi orlofssjóðs. Allir félagsmenn RSÍ eiga rétt á orlofshúsum. Hvert félagsár gefur 12 punkta. Úthlutun á sumartíma og um páska kostar 12 - 36 punkta í frádrátt. Í sumum tilfellum er frádráttur lægri. Um helgar yfir vetur er frádráttur 3 punktar pr. leigu, ekki eru dregnir frá punktar vegna leigu í Reykjavík.   Veikinda- og slysaréttur eru 2 dagar fyrir hvern unnin mánuð eða 1 mánuð á föstum launum eftir 1 ár hjá sama atvinnurekanda. Slysaréttur er dagvinnulaun í 3 mán að auki. Á sumum sérsamningum RSÍ eru fleiri veikinda- og slysadagar. Eftir 3 ár hjá sama atvinnurekanda er veikindaréttur að auki 2 mánuðir á föstum launum og eftir 5 ár 2 mánuðir á föstum launum og einn mánuður á dagvinnulaunum.   Eftir einn starfsmánuð má verja 7 dögum á hverju 12 mánaða tímabili vegna veikinda barna og eftir eitt ár hjá sama atvinnurekenda 10 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Sé um langtímaveikindi vegna barna á félagsmaður rétt á styrk úr Styrktarsjóð.   Veikist starfsmaður í orlofi innanlands skal hann tilkynna það með læknisvottorði. Sama gildir á EES svæðinu og Sviss auk Norður Ameríku ef veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahúsvistar. Hann á rétt á uppbótarorlofi ef veikindi standa lengur en 3 daga hér á landi og 6 daga innan EES.   80% launatrygging RSÍ. Þegar greiðsluskyldu atvinnurek. lýkur þá taka tryggingar við. Styrktarsjóður RSÍ tryggir félagsmönnum 80% af föstum meðallaunum næstliðinna 6 mánaða áður en veikindi/slys verður.   Uppsagnarfrestur er 1 mánuður hafi rafiðnaðarmaður verið að störfum í 1 mánuð eða lengur. Eftir 3 ár er uppsagnarfrestur 2 mánuðir og 3 mánuðir eftir 5 ár. 4 mánuðir eftir 10 ár ef starfsmaður er orðinn 55 ára, 5 mánuðir ef hann er 60 ára og 6 mánuðir ef hann er 63 ára. Ef rafiðnaðarmaður segir upp þá er uppsagnarfrestur aldrei lengri en 3 mánuðir.   Í stað uppsagnarfrests má ekki telja áunninn réttindi eins og t.d. orlof eða veikindarétt. Uppsögn miðast við næstu mánaðamót eftir að hún fer fram, hún skal vera skrifleg.   Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur þannig að starfsmaður getur ekki hætt störfum umsvifalaust. Ef vinnuveitandi fer fram á að starfsmaður yfirgefi vinnustöð strax skal hann greiða laun allan uppsagnartímann, þó að starfsmaður hefji vinnu annarstaðar. Ef starfsmaður yfirgefur vinnustöð áður en uppsagnarfrestur er útrunnin getur hann átt það á hættu að vinnuveitandi haldi eftir ógreiddum launum.   Styrktarsjóður greiðir margskonar styrki vegna veikinda og slysa. Starfsreglur sjóðsins eru á heimasíðunni.   Námskeiðsstyrkir. Þeir félagsmenn RSÍ og þeir sem greitt er af í eftirmenntunarsjóði rafiðnaðarins hafa aðgang að Rafiðnaðarskólanum á verulegum afsláttarkjörum. Sé um að ræða fagtengd námskeið, sem ekki er boðið upp á í Rafiðnaðarskólanum, er heimild til þess að styrkja það. Rétt til styrks úr eftirmenntunarsjóð eiga þeir einir sem greitt hefur verið af óskert iðgjald síðustu 12 mánuði ( eða 18 mánuði af síðustu 24 mánuðum) og ekki hafa notið annarra styrkja eða niðurgreiðslu námskeiðsgjalda úr eftirmenntunarsjóði síðustu 18 mánuði. Eingöngu námskeið sem eru á fagsviði umsækjanda geta notið styrks úr eftirmenntunarsjóð.  Styrkur getur verið í formi niðurgreiðslu á námskeiðsgjaldi. Styrkupphæð getur ekki numið hærri upphæð en helmingi námskeiðsgjalds og aldrei hærri upphæð en 25.000 kr. á ári   Félagsmenn geta fengið helming námskeiðsgjalds endurgreitt, þó aldrei hærri upphæð en 15.000 kr. á hverju almanaksári. Þessi styrkur á ekki við um námskeið í Rafiðnaðarskólanum.   Fagnámskeið á launum. Í sumum kjarasamningum rafiðnaðarmanna geta menn varið allt að 12 klst af vinnutíma á ári í námskeiðssókn á fullum launum   Námskeið trúnaðarmanna. Þeir fá allan kostnað greiddan ef þeir sækja Félagsmálaskóla alþýðu.   Líkamsræktarstyrkur. Félagsmenn eiga rétt á styrkjum til líkamsræktar og forvarnarstarfs, hann er helmingur kostnaðar en þó hæst 15.000 kr. á hverju almanaksári.   Hvíldaréttur - Frítökuréttur. Hvíld frá vinnulokum til upphafs næstu vinnulotu skal vera a.m.k. 11 tímar. Hvíldatímabil eru næstu 11 klst. á undan reglulegu upphafi dagvinnu. T.d. ef regluleg dagvinna hefst kl. 8.00 þá hefst hvíldartímabil kl. 21.00 kvöldið áður. Sama gildir þó frídagur sé næsti dagur á eftir. Verði hvíld skemmri þá öðlast starfsmaður frítímatökurétt sem svarar 1,5 dagvinnuklst. fyrir hverja klst. sem unnin er á hvíldartímabili.   Fari hvíld undir 8 tíma skal starfsmaður semja sérstaklega um frestun á hvíldartöku umfram það sem um er kveðið í kjarasamning, venjulega er starfsmaður á tvöföldum launum í þeim tíma sem hvíld fer niður fyrir 8 klst. á sólarhring. Hafi ekki verið samið um þetta sérstaklega getur starfsmaður sett fram kröfur um ?sanngjarna? aukaþóknun.   Ef starfsmaður sinnir útkalli þá breytast ákvæði ef útkall er styttra en 2 klst. og starfsmaður er kominn heim fyrir miðnætti. Þá á að leggja saman hvíld fyrir framan og aftan útkall og ef samtala er yfir 11 klst. þá hefur ekki myndast frítökuréttur. Ef útkall er styttra en 2 klst. og lýkur eftir miðnætti þá skal miða við lengsta samfellda hvíldartímabil  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?