Fréttir frá 2006

12 18. 2006

Ójöfnuður vex

Samkvæmt rannsóknum sem byggja á fjölþættum gögnum frá opinberum stofnunum hefur lágtekjufólk dregist aftur úr með minni hækkun heildartekna fyrir skatta og bætur. Hátekjufólk nýtur afnáms hátekjuskatts og þess að hafa aðstöðu til þess geta flutt tekjur sínar yfir í fjármagnstekjur. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarin ár stefnt í aðra átt en hin norðurlöndin, hlutfall þeirra barna sem vex upp í fátækt er 7% hér á landi, á meðan það er 5% annarsstaðar á norðurlöndunum.Samkvæmt rannsóknum sem byggja á fjölþættum gögnum frá opinberum stofnunum hefur lágtekjufólk dregist aftur úr með minni hækkun heildartekna fyrir skatta og bætur. Hátekjufólk nýtur afnáms hátekjuskatts og þess að hafa aðstöðu til þess geta flutt tekjur sínar yfir í fjármagnstekjur. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarin ár stefnt í aðra átt en hin norðurlöndin, hlutfall þeirra barna sem vex upp í fátækt er 7% hér á landi, á meðan það er 5% annarsstaðar á norðurlöndunum.   Ríkistjórnarflokkarnir gengu bak orða sinna frá því í sumar, þegar aðilar vinnumarkaðsins gerðu með sér samkomulag til þess að ná tökum á hratt vaxandi verðbólgu. Hluti þess samkomulags var að ríkisvaldið lofaði að bætur í vaxtabótakerfinu myndu ekki skerðast frá því sem þær hefðu verið. Þetta loforð var svikið og stjórnaliðar breyttu vaxtabótakerfinu núna á síðustu dögum þingsins fyrir jól þannig að umtalsverður hópur ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu fær ekki þær vaxtabætur sem það geði ráð fyrir þegar það keypti sína fyrstu íbúð fyrir einu ári síðan. Barnabætur hafa auk þess minnkað. Allt þetta hefur aukið ójöfnuð enn frekar og aukið bilið milli allra þrepa tekjustigans.   Nær öll vestræn ríki hafa aukið jöfnunaráhrif skatt- og velferðarkerfa sinna en stefnan á Íslandi hefur verið í gagnstæða átt. Jöfnun með sköttum og bótakerfi velferðarkerfisins hér á landi hefur minnkað verulega á tímabilinu. Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfisins sem helst jafnar tekjuskiptinguna þegar aðeins er eitt skattþrep, eins og nú er á Íslandi. Á þetta hefur verkalýðshreyfingin margoft bent og sagt að annað hvort verði að hækka skattleysismörk og binda þá við launavísitölu eða taka upp fjölþrepa skattkerfi. Ef skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu má að öðru óbreyttu búast við að enn lengra verði gengið í ofangreinda átt, til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi.   Stjórnarliðar hafa keppst við að dreifa þessari umræðu á dreif, ma að beina spjótum sínum að verkalýðshreyfingunni, hún semji ekki um nægilega há laun. Í því sambandi má benda á að það þurfi tvo til að ná samningum og verkalýðshreyfingin hefur aldrei afþakkað launahækkanir. Það sem er að er almenna bótakerfið og hinar margflóknu og lúmsku skerðingar sem þar eru. Það er nú svo að 40% af örorkubótum og lífeyrisgreiðslum sem fara úr lífeyriskerfinu komast aldrei í vasa þeirra sem eiga að fá greiðslurnar, heldur renna þær með beinum og óbeinum hætti beint í ríkissjóð GG   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?