Fréttir frá 2005

01 4. 2005

Laun við Kárahnjúka

Um mitt síðasta ár uppgötvaðist að heildarlaun Portúgala eru kr. 101.614 undir lágmarkslaunum eða um 33%.Um mitt síðasta ár uppgötvaðist að heildarlaun Portúgala eru kr. 101.614 undir lágmarkslaunum eða um 33%. Útborguð laun til þeirra eru aftur á móti svipuð og Íslendingur myndi fá samkvæmt virkjanasamning, hér enn eitt sjónarspil Impregilo. Impregilo hefur reiknað út hve mikið íslendingur fær útborgað sé miðað við lægst hugsanlegu laun virkjanasamnings án bónusa og annarra þátta og greiðir þau laun út. Skattakerfi landa eru mismunandi og Impregilo velur sér hagstæðustu skattalegu stöðu frá sínu sjónarmiði í hverju landi fyrir sig. Þetta þýðir að Impregilo lækkar svo heildarlaun þangað til útborguð laun verða hin sömu hjá öllum og hirðir svo mismuninn.   Við greiðum tiltölulega háa skatta eins og þekkt er vegna þess að við greiðum þar fyrir m.a. skólagöngu og heilbrigðiskerfi, en þetta er ákaflega mismunandi milli landa. Sumstaðar eru skattar lægri en hér en þá verða launamenn að greiða upp mismun í skólagjöldum og þjónustugjöldum til viðbótar við tekjuskattinn. Hvar í víðri veröld kæmist fyrirtæki upp með svona túlkun? Við getum líklega átt von á að Impregilo fari að meta hjúskaparstöðu íslendinga og hirði í raun persónuafsláttinn vegna barna. Einnig má minna á að Impregilo hefur ekki hirt að fara eftir umsömdu bónuskerfi. Auk þess að eru starfsréttindi, ökupróf og vinnuvélaréttindi virt einskis. Sýslumaður á Seyðisfriði virðist hafa tilskipun að athuga engin réttindi. Hvar í veröldinni væru teknar stikkprufur á öku- og vinnuvélaréttindum!!   Staðan er orðin sú að stjórn Landsvirkjunar og stjórnvöld gerðu reginskyssu er með samning sínum við Impregilo. Fyrirtækið hefur í dag kverkatak á Landsvirkjun, ef tafir verða á verkinu þarf Landsvirkjun að greiða himinháar sektir til eigenda álversins. Þannig að öllum brögðum er beitt til þess að verja sig jafnvel þó það kosti lögbrot. Í þessu sambandi má benda á þau fyrirtæki sem eru að vinna að gerð stöðvarhússins. Þau greiða eðlileg kjör og eru með þar af leiðandi með ánægt starfsfólk og litla starfsmannaveltu. Enda eru þau langt á undan áætlun með sín verk. 04.01.05 g.g.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?