Fréttir frá 2005

01 17. 2005

Enn er Impregilo með rangar fullyrðingar

Forsvarsmenn Impregilo voru með yfirlýsingar í Morgunblaðinu fyrir helgi að það væri rangt sem fram hefði komið hjá verkalýðsfélögunum að þau hefðu haft frumkvæði um að hingað kæmi sendinefnd ítalskra stéttarfélaga. Í kjölfar þessa hafði RSÍ samband við skrifstofu Alþjóða byggingarsambandsins IFBWW og spurðist fyrir um þessa ferð. Forsvarsmenn Impregilo voru með yfirlýsingar í Morgunblaðinu fyrir helgi að það væri rangt sem fram hefði komið hjá verkalýðsfélögunum að þau hefðu haft frumkvæði um að hingað kæmi sendinefnd ítalskra stéttarfélaga. Í kjölfar þessa hafði RSÍ samband við skrifstofu Alþjóða byggingarsambandsins IFBWW og spurðist fyrir um þessa ferð. Í fyrirspurn RSÍ kom ma fram. Á fundum í norræna byggingarsambandinu og eins í evrópusambandinu á undanförnum árum höfum við alloft rætt þau vandamál sem hafa skapast vegna Impregilo á Íslandi. Þið tjáðuð okkur að þið hefðuð haft samband við fyrirtækið og farið fram á að gera svipaðan alþjóðlegan samning við það og IFBWW er með önnur alþjóðleg fyrirtæki. Á fundum í haust kom fram hjá ykkur að þið hefðuð náð þessu samkomulagi í gegnum systursambönd okkar á Ítalíu og ætluðuð að koma hingað til þess að skoða aðstæður. Í fréttum nú fyrir helgina kom fram hjá forsvarsmönnum Impregilo að þetta væra alrangt eftir okkur haft, fyrirtækið hefði haft allt frumkvæði í þessu og það væri það sem hefði haft frumkvæði að bjóða fulltrúum ítalskra stéttarfélaga hingað. Hvað er rétt við viljum fá svör við því strax.   Þessu bréfi hefur nú verið svarað af hálfu IFBWW og þar kemur ma fram :   1. Fyrir nokkru lenti IFBWW í samningaviðræðum við Impregilo vegna vinnudeilu sem var hjá fyrirtækinu í Pakistan. Okkur tókst að leysa það mál. Í kjölfar þess var farið fram á að Impregilo gerði samskonar alþjóðasamning við IFBWW og náðist við Skanska, Hochtief og IKEA.   2. Þegar IFBWW frétti um vandræðagang Impregilo á Íslandi höfðum við samband við fyrirtækið og ítölsku stéttarfélögin sem eru aðildarfélög IFBWW og kröfðumst leiðréttinga á aðbúnaði og launum verkamanna á virkjanasvæðinu á Íslandi. IFBWW fékk greinargerð frá Samiðn í október 2004 og það virtist hafa náðst einhver árangur gagnvart fyrirtækinu. En það voru þó nokkur vandamál sem kröfðust úrlausna.   3. Þann 4. nóvember 2004, undirrituðu 3 ítölsk stéttarsambönd, IFBWW og Impregilo alþjóðlegt samkomulag þar sem Impregilo fellst á að virða réttindi launamanna eins og td að gera kjarasamninga. Það kemur einnig fram að stofnað sé til ráðgjafanefndar skipaða sömu aðilum. Starf þessar nefndar sé að hittast reglulega og fara yfir þær framkvæmdir sem Impregilo stendur að um víða veröld. Impregilo stendur straum að kostnaði vegna þessa.   4. Fulltrúar launamanna í þessari nefnd kröfðust þess að fyrsta heimsókn yrði á Íslandi vegna þeirra vandræða sem við vitum að eru á Íslandi. Það er ekki hlutverk nefndarinnar að hafa afskipti af verkföllum. Það er hlutverk nefndarinnar að sjá til þess að fyrirtækið fari eftir samkomulaginu sem það hefur undirritað og að það fari eftir kjarasamningum. Ef koma í ljós í heimsókn okkar brestir í efndum fyrirtækisins munum við krefjast úrbóta.   5. Trúnaðarmenn íslenskra stéttarfélaga munu ferðast með ráðgjafanefndinni á Íslandi og við væntum að það verði til þess að nefndinni verði ekki einvörðungu sýndir staðir sem fyrirtækið velur sjálft á byggingarsvæðinu.Marion F. Hellmann, IFBWW

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?