Fréttir frá 2005

01 19. 2005

Ferð Alþjóðabyggingarsambandsins til Kárahnjúka.

Í dag koma hingað fulltrúar Alþjóðabyggingarsambandsins (IFBWW) ásamt fulltrúum ítalskra stéttarsambanda sem eru í IFBWW. Á morgun mun nefndin fara um virkjanasvæðið ásamt trúnaðarmönnum íslensku stéttarfélaganna og á föstudag verður fundur hjá SA. RSÍ fékk um hádegi í gær boð frá Impregilo um að fara í þessa ferð og á fundinn.Í dag koma hingað fulltrúar Alþjóðabyggingarsambandsins (IFBWW) ásamt fulltrúum ítalskra stéttarsambanda sem eru í IFBWW. Impregilo stendur straum af þessari ferð, en í hana var farið vegna tilmæla IFBWW á grundvelli alþjóðlegs samnings sem sambandið gerði nýlega við Impregilo. IFBWW hafði gert þennan samning að fengnum tilmælum frá RSÍ og Samiðn um að hafa afskipti af þessari deilu.   Á morgun mun nefndin fara um virkjanasvæðið ásamt trúnaðarmönnum íslensku stéttarfélaganna og á föstudag verður fundur hjá SA. RSÍ fékk um hádegi í gær boð frá Impregilo um að fara í þessa ferð og á fundinn. Þessu boði var svarað af hálfu RSÍ með bréfi þar sem eftirfarandi kom ma fram : Það getur vart flokkast annað en ókurteisi að senda svona boð með dags fyrirvara, en boðið barst okkur kl. 11.30 þ. 18. jan. Starfsmenn RSÍ hafa allir ráðstafað sér til annarra verkefna.   Starfsmenn RSÍ hafa margoft farið um virkjanasvæðið og munu halda því áfram og munu heimsóknir þeirra aukast verulega á þessu ári, þar sem rafiðnaðarmönnum við þessar framkvæmdir og álverið mun fjölga umtalsvert á þessu ári. Það hefur vakið athygli þeirra að upplifun þeirra um aðbúnað og viðhorf starfsmanna hefur því miður ætíð verið mun lakari og með verulega öðrum hætti en blaðafulltrúi Impregilo og gestir fyrirtækisins hafa lýst í fjölmiðlum.   Hvað varðar fundinn á föstudag þá hefur verið ákveðið að forsvarsmaður samráðsnefndar verkalýðsfélaganna gagnvart virkjasamning mætti á fundinn.   Til athugunar : Það hefur alltaf verið ljóst að veðuraðstæður eru erfiðar á virkjanasvæðinu og valda leiðindum og þunglyndi starfsmanna. Í mörgum viðtölum okkar við starfsmenn á svæðinu, hefur ætíð verið efst á baugi að hin löngu úthöld sé helsti áhrifavaldurinn, Sérstaklega yfir veturinn. Í þessu sambandi má benda á að starfsmannavelta annarra fyrirtækja á svæðinu er eðlileg, á meðan hún er fjarri öllum veruleika hjá Impregilo. Úthöld verður að stytta niður í 10+4 daga amk yfir veturinn. Einnig má benda á að öll önnur fyrirtæki á svæðinu eru langt á undan áætlun á meðan Impregilo er með allt niður um sig í þeim efnum. Það er vel þekkt hjá öllum fyrirtækjum að afköst og tryggð starfsmanna við fyrirtæki byggist á ákveðnum þáttum sem Impregilo sinnir sannarlega ekki.   Starfsmenn stéttarfélaganna bentu á það strax í upphafi að skipulag búða Impregilo myndi gera mönnum lífið leitt. Í öllum hálendisbúðum hér á landi eru svefnskálar tengdir saman með setustofum. Þessu hefði Impregilo ekki sinnt og dreift svefnskálum um stórt svæði. Með því er öll aðstaða til afþreyingar og félagslegrar samveru lögð í rúst.   Impregilo ætlar sér greinilega ekki að laga það sem aflaga hefur farið. Heldur er farið á stúfana og fundið bláfátækt verkafólk frá fjarlægum löndum. Fólk sem getur ekki annað en sætt sig við þessar aðstæður. Umsóknum íslendinga og norðurlandabúa er ekki svarað.   Impregilo hefur ekki fullnægt samningum um bónusa sem eru grundvallaratriði í launakjörum. Fyrirtækið greiðir ekki rétt laun. Heildarlaun eru lækkuð þar til útborguð laun verða hin sömu. Fyrirtækið er með þeim hætti að stinga undan verulegum upphæðum af launum hinna bláfátæku starfsmanna. Leysa verður skattamál og greiða rétt heildarlaun. Starfsréttindamál eru öll í ólestri og fyrirtækið smeygir sér ætíð undan því að taka á þeim málum. Lög um hvíldartíma eru þverbrotin.   Þau voru kostuleg ummæli Félagsmálaráðhera í sjónvarpinu nýverið þar sem hann vék sér undan að svara spurningum og skýldi sig á bak við stéttarfélögin. Þau ættu að sinna öllu eftirliti á staðnum og það væri þeim að kenna hvernig komið væri!! Ljóst er að það eru embættismenn á vegum Félagsmálaráðuneytis sem eru að bregðast skyldum sínum með því að fylgja ekki eftir málum. Það er ekki hlutverk stéttarfélaga til þess skortir þau lagalegar heimildir.Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?