Fréttir frá 2005

01 22. 2005

Um fréttamat Morgunblaðsins

Þegar verið var að skipuleggja ferð Alþjóðabyggingarsambandsins hingað á síðasta ári var ákveðið að gestir okkar skoðuðu aðstæður án þátttöku þeirra sem hefðu haft mest afskipti af þessum deilum af hálfu íslensku stéttarfélaganna. Morgunblaðið virðist telja að helsta frétt af þessari ferð sé fjarvera mín.Þegar verið var að skipuleggja ferð Alþjóðabyggingarsambandsins hingað á fundi norræna byggingarsambandsins í Stokkhólm í nóvember á síðasta ári var ákveðið að gestir okkar skoðuðu aðstæður án beinna afskipta þeirra sem hefðu haft mest afskipti af þessum deilum af hálfu íslensku stéttarfélaganna. Þá væri ekki hægt að saka þau um að móta skoðanir þeirra. Ferðin var sett upp þannig að þeir færu austur og um svæðið í fylgd trúnaðarmanna og þegar þeir kæmu suður myndu þeir hitta forsvarsmann samráðsnefndar og ASÍ.   Í samræmi við það gerði ég ekki neinar athugasemdir þegar Starfsmenntaráð Félagsmálaráðuneytis ákvað að árleg ferð ráðsins yrði farin um Norðurland vestra dagana 20. - 21. jan og hitta forsvarsmenn fræðslusetra á svæðinu. Lögð var mikil vinna heimamanna í að skipuleggja dagskránna svo við gætum komið sem víðast við og hitt sem flest af því fólki sem kemur nálægt símenntun og starfsmenntun í atvinnulífinu. Þessar ferðir hafa reynst ákaflega mikilvægur þáttur í starfi ráðsins áður en árleg úthlutun styrkja fer fram.   Það kom okkur í verkalýðshreyfingunni í opna skjöldu þegar okkur barst boð frá Impregilo um hádegi á þriðjudag að fara í ferð austur á virkjanasvæðið daginn eftir. Þar var okkur boðið í ferð sem við höfðum skipulagt sjálf og átt allt frumkvæði að!! Skyndilega einum degi áður en ferðin er farinn veður Impregilo fram á sjónarsviðið og er orðinn sérstakur gestgjafi og skipuleggjandi ferðainnar. Það var af hálfu stéttarfélaganna búið að ákveða hvernig staðið yrði að þessu og eftir að samráð meðal okkar var ekki talin ástæða til þess að breyta því. Viðvera mín og fleiri myndi engu breyta um niðurstöðu ferðarinnar. Það hefði aftur á móti eyðilagt mikla vinnu norðanmanna vegna heimsóknar Starfsmenntaráðs Félagsmálaráðuneytis undir forystu Gissurs Péturssonar formanns ráðsins. Þetta kom glögglega fram frá hér á heimasíðunni. Morgunblaðið sá hins vegar eitt fjölmiðla ástæðu til þess að grípa tvö orð úr þeirri grein og slíta þau úr samhengi og leggja málið upp með harla einkennilegum hætti. Á þeim ósmekklegu nótum er svo hamrað á forsíðu í dag.   Góður árangur ferðar hinna ítölsku félaga okkar og deildarstj. Alþjóðabyggingarsambandsins kom vel fram í gær. Fyrirtækið lofar landsmönnum í beinni útsendingu að laga allt sem úrskeiðis hefur farið. Hefja beinar viðræður við stéttarfélögin um þau ágreiningsatriði sem uppi eru eins og t.d. skattamál, launamál, bónusmál, lengd úthalda, greiðslur í sjúkrasjóði og taka upp eðlileg samskipti og þannig mætti lengi telja. Vitanlega fögnum við þessum árangri og ég mun svo gefa félögum mínum skýrslu um efndir Impregilo þegar ég hitti þá á næsta stjórnarfundi í Evrópska sambandinu í Luxemborg í vor. Við sem höfum verið í forsvari vegna þessarar deilu verðum vart sakaðir um að hafa haft áhrif á hvernig félagar okkar mótuðu skoðanir sínar á aðstæðum. Vitanlega treysti ég því að fulltrúar Impregilo hafi gætt sama hlutleysis þegar svæðið var skoðað. Árangur ferðarinnar sem við skipulögðum náðist fullkomlega. Þegar Impregilo verður búið að breyta lengd úthalda mun afstaða íslendinga og norðurlandabúa breytast. Ég er t.d. með umsóknir finnskra rafvirkja á borðinu hjá mér. Þeir vilja fara í Kárahnjúka, en segja að úthöldin séu óásættanleg, auk þess að Finnska rafiðnaðarsambandið er sammála okkur um að þau uppfylli ekki ákvæði um frítökurétt   Sérstaka athygli mína vöktu ummæli forsvarsmanns Impregilo í fréttum í gærkvöldi þegar ég var heim að norðan og var að setja mig inn í málið. Hann sagði; " Við höfum engan áhuga á að standa í deilum við verkamlýðsfélögin fyrir dómstólum. Við viljum fá að ræða við þau beint án milligöngu SA." Það hefur aftur á móti verið fast viðkvæði framkv.stj. SA og ráðherra að segja, "Ef stéttaréfölgin eru ekki sátt þá eiga þau bara að fara með málin fyrir dómstóla ef þau þora." Mörg ef ekki flest þeirra mála sem um er deilt eru ekki á forræði stéttarfélaganna, það er sýslumaðurinn á Seyðisfirði, ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun sem hafa með eftirfylgni flestra þeirra mála að gera sem deilt hefur verið um.      Ég get hins vegar ekki að því gert að meðfylgjandi vangaveltur eru mér ofarlega í huga að marggefnu tilefni. Impregilo sló marga íslendinga hressilega utan undir þegar fyrirtækið hótaði að það myndi sjá til þess að við þyrftum að greiða verulega hærri skatta, fengi það ekki að haga sér að vild með innflutning erlendra launamanna. Fyrirtækið málaði sig svo endanlega út í horn þegar það vanvirti starfsnefnd Alþingis. Þá vantar illilega stimpla Vinnumálastofnunar á atvinnuleyfi um 300 kínverja svo þeir komist hjá að taka á þeim vanda sem stéttarfélögin hafa verið að benda á.   Vitanlega vona ég eins og allir aðrir íslendingar að fyrirtækið standi þau loforð sem gefin voru í gær. Að við lendum ekki í þeirri stöðu að þegar kinverjarnir eru komnir hingað, verði hurðinni lokað og viðræðuslitum stillt upp. Ég minni á að það hafa verið gerðir samningar við Impregilo í góðri sátt, en þeir hafa svo reynst harla haldlitlir. Ég sendi blaðamönnum Morgunblaðsins kveðjur, en fréttamat þeirra er harla einkennilegt í þessu máli. Kannski það hafi nú verið meðvituð fjarvera okkar sem höfum staðið í forsvari fyrir bláfátæka erlenda launamenn, sem leiddi til þess að Impregilo gaf sig og lofaði að ráða bót á framferði sínu gagnvart íslendingum og hinum erlendu gestum okkarGuðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?