Fréttir frá 2005

01 26. 2005

RSÍ hafði rétt fyrir sér - því miður

Á að hækka raforkuverð að óþörfu, hét hugleiðing sem birtist hér á heimasíðunni 24. jan. síðastliðin. Þar komu fram áhyggjur miðstjórnar RSÍ um að framþóun skipulagsbreytinga í raforkukerfinu gæti ekki leitt til annars en hækkunar raforkuverð. Hér er úrdráttur úr þessari grein Á að hækka raforkuverð að óþörfu? Á miðstjórnarfundi RSÍ þ. 23. jan. voru töluverðar umræður um væntanlegar breytingar á rekstrarskipulagi raforkukerfisins. Á áttunda áratugnum fóru nokkrar þjóðir út í samskonar aðskilnað. Þær eru í dag að upplifa að rekstraraðilar hafa lítið sinnt endurnýjum raforkukerfisins og viðhald þess hefur verið í lágmarki.   Miðstjórn RSÍ telur fulla ástæðu til að í undirbúningi þessara breytinga verði útfært hvernig eftirliti með rekstrinum verði háttað, hvaða kröfur um rekstraröryggi verða gerðar og til hvaða aðgerða á að grípa verði rekstraraðilar uppvísir að því að láta dreifkerfin úreldast með því að segja upp viðhaldsflokkum og draga úr endurnýjun kerfisins. Neytendur verða að fá skýr svör við því hvernig á að hagræða til þess að ná settum markmiðum um 4 ? 7% arð í þessum fyrirtækjum.   Í þessu sambandi má benda á að RARIK á og rekur gamlar virkjanir. Raforka frá þeim er mjög ódýr, þar má t.d. nefna Andakílsárvirkjun þar sem KWst kostar um 30 aura. Þetta skilar sér með beinum hætti sem niðurgreiðsla á dreifingu. Annað dæmi, Landsvirkjun er með samning um sölu á rafmagni til ALCAN á 18 mills KWst og skilar því við vegg aðveitustöðvar í Straumsvík. Hvernig á að standa við þennan samning þegar dreifikerfið er orðið sjálfstætt og á að skila 7% arðsemi. Hver á að greiða fyrir flutning rafmagnsins?   Í þeim löndum sem þetta hefur verið gert hefur rafmagn til almennings hækkað töluvert á meðan rafmagn til stórnotenda hefur staðið stað eða lækkað. Það liggur fyrir að dæmið gengur ekki upp öðruvísi nema að hækka verð á rafmagni. Spurningin er hvort það verður á suð- vestur horninu eða í hinum dreifðu byggðum. Þetta mál getur snúist upp endanlegan dauðadóm yfir hinum dreifðu byggðum hér á landi. Hætta er á að enn einu sinni verði dreifbýlingum og þéttbýlingum at saman.   Orkuveitufyrirtækin eru vel rekin, þau hafa reist mikil og glæsileg mannvirki þar sem öll aðkoma er með miklum sóma. Arður af gömlum virkjunum er nýttur til að styrkja dreifikerfið og skilar sér í lægra raforkuverði. Með nýju fyrirkomulagi mun hann aftur á móti renna í vasa örfárra sterkra fjármagnseigenda og hin almenni borgari verður að greiða hærra orkuverð og að auki að búa við mun lakara rekstraröryggi. Ísland gat fengið frávik frá þessum settu reglugerðum frá Brussel, vegna smæðar og sérstöðu hins íslenska markaðar. Því var ekki sinnt af hálfu núverandi stjórnvalda og nú erum við í þeirri stöðu að verða. En það er samt sem áður hægt að komast frá þessu með þokkalegum hætti ef vel er að verki staðið. Miðstjórn RSÍ hvetur eindregið til þess að það verði gert á 100 ára afmæli raforkuveitna. 24.01.04. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?