Fréttir frá 2005

01 26. 2005

RSÍ hafði rétt fyrir sér - því miður nr. 2

Þjóðinni ofbauð þegar forsætiráðherra keyrði í gegn sérstakan ofureftirlaunasamning fyrir sig og nokkra háttsetta embættismenn. Á heimasíðunni í desember 2003 birtust sjónarmið RSÍ Kostulegur málatilbúnaður ríkisstjórnarmanna Þjóðinni ofbauð þegar seint um kvöld í liðinni viku var öllum að óvörum lagt fram frumvarp um að stórauka á lífeyrisrétt og starfslokagreiðslur forsætisráðherra. Viðbrögð forsætisráðherra og nokkurra þingmanna hafa verið með hreinum ólíkindum. Forsætisráðherra upplýsti okkur um að þetta kostaði svo sem næstum því ekki neitt eða kannski liðlega 5 milljónir.+   Forsvarsmenn stjórnarþingmanna lýstu því fyrir okkur enn einu sinni hversu ábyrgðarlausir þeir eru í störfum sínum, þeir taka frumvörp og afgreiða þau án þess að kostnaðargreina þau. Þessir sömu menn eru að reka fjölda opinberra starfsmanna úr störfum sakir þess að þeir fara fram úr áætlunum.   Ef við reiknum inn lífeyrisréttindi ráðherra þá eru laun þeirra tvöfalt hærri eða um 1.6 millj. á mán. Ef við meðhöndlum laun verkalýðsforingja á sama hátt og tökum venjubundnar launahækkanir og bætum við 6% mótframlagi, sem við venjulega fólkið höfum, þá eru þau í dag líklega nálægt 600 þús. kr.   Laun þingmanna og ráðherra vaxa ekki í augum manna. Það gera aftur á móti lífeyrisréttindi þeirra, ásamt starfslokasamning ráðherra og það er það sem er verið að gagnrýna. Einnig eru vinnubrögð Alþingis langt fyrir neðan það sem við hljótum að gera kröfur um. Þetta frumvarp styrkir okkur á þeim kröfum að jafna lífeyrisrétt á vinnumarkaði. Reyndar hefur forsætisráðherra ásamt fjármálaráðherra undirritað yfirlýsingar um að þeir ætli að gera það í síðustu tveim kjarasamningum og í bæði skiptin ekki staðið við það. 14.12.03 Guðmundur Gunnarsson   Skemmdarverk á lífeyrisjóðakerfinu Athygli vakti að stjórnarþingmenn sögðu að ekki væri um laun að ræða, bara einhver samræming á lífeyrisréttindum. Lífeyrisréttindi eru launakjör, sama gildir um starfslokaréttindi. Þegar laun okkar eru reiknuð út er reiknaður út launakostnaður, uppsagnarfrestur er metinn, lífeyrisréttindi eru metin. Það er staðreynd að launakjör þingmanna og ráðherra voru allt of lág, en það er búið að bæta þau um 100% síðustu ár. Þegar stjórnarþingmenn ræða sín launmál taka þeir ætíð strípuð grunnlaun og bera það svo saman við heildarlaunapakka annarra.   Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn áttuðu sig á að ekki væri allt með felldu og báðu um skýringar. Þeim var tjáð að þetta kostaði ekkert, kannski 5 millj. eins og forsætisráðherra sagði. Stjórnarþingmenn ásamt forsætisráðherra hafa farið hamförum og ausið fúkyrðum og svívirðingum yfir landslýð.   Undanfarin sólahring hafa stjórnarþingmenn með forsætisráðherra í broddi fylkingar sakað stjórnarandstöðu um að hún geti ekki staðið undir ábyrgð, hún láti stjórnast af fólki út í bæ!! Hvað er þetta fólk út í bæ sem stjórnarandstaðan er að hlusta á? Þetta er ekki hægt að skilja öðru vísi en svo að forsætisráðherra og stjórnarþingmenn telur það á svo lágu stigi að það sé ekki þeim samboðið að hlusta á það. Þetta fólk ert þú lesandi góður, við almenningur þessa lands, skattgreiðendur. 17.12.03 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?