Fréttir frá 2005

01 26. 2005

RSÍ hafði rétt fyrir sér - því miður 3

RSÍ hefur sent frá sér mikið magn athugasemda um slakan framgang eftirlitsaðila við Kárahnjúka. Loksins nú á að fara að þeim. Það er gott, betra að það hefði verið gert fyrr.Í gær kom fram hjá Félagsmálaráðherra yfirlýsing um að hann ætli sér að beyta sér fyrir ákveðnum atriðum sem RSÍ hefur margoft bent á í ályktunum og hér á heimasíðunni undanfarin 2 ár. Bæta á löggæslu Kárahnjúkasvæðinu, af hverju var það ekki gert fyrr. Taka á upp bætt eftirlit með starfsréttindum, það er í lögum að sýslumaður eigi að gera það. Fylgjast á með atvinnuleyfum og heilbrigðisvottorðum, það er í lögum að Vinnumálatofnu eigi að gera það. Bæta á úr öryggisatriðum og aðbúnaði. Vinueftirlitið hefur þann málaflokk á sinni könnu og gefið út reglugerðir þar um Þetta er gott, en betra að að hefði komið fram fyrr. Leiðinlegt að þurfa að vinna sífellt undir þeim kringumstæðum að þegar við bednum á löggilt atriði. Þá þurfum við að sitja undir fúkyrðum í fjölmiðlum af hálfu ráðherra. Þegar allt er komið í óefni, er loks tekið til hendi. Þetta minnir mann á uppeldi óþekkra krakka.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?