Fréttir frá 2005

01 28. 2005

Hnökrar í viðræðum við Járnblendið

Búið er að halda 12 samningafundi. Gangur viðræðna hefur verið lítill vegna hörku fyrirtækisins í afstöðu til gildissviðs samningssins. Afstaða þess er nýmæli hér á landiDeilan um gildissviðið snýst um að fyrirtækið vill geta úthýst öllum störfum utan vinnu við bræðsluofn sem það telur vera kjarnastarfsemi allt annað sé utanaðkomandi þjónusta. Stéttarfélögin vilja að samningurinn nái til allra starfa við daglegan rekstur og viðhald á svæðinu. Það hafi ætíð verið svo og þannig sé það í öllum öðrum samningum. Ma þeirra sem verið er að endurnýja þessa dagana. Það þjóni litlum tilgangi að gera samning um eitthvað og fyrirtækið geti svo að vild stofnað ný fyrirtæki flutt störf þangað og smeigt sér þar með undan kjarasamningum. Stóru fyrirtækin fóru fram á það á sínum tíma að öll stéttarfélögin sameinuðust um einn kjarasamning á svæðinu, svo þau þyrftu ekki að lenda í þeim aðstæðum að einn lítill hópur gæti stöðvað alla starfsemi. Nú vill fyrirtækið brjóta upp þetta samkomulag.  Lögmaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi hefur bent á að núgildandi samningur nái til allra þessara starfa, jafnvel þó þeim hafi verið úthýst. Lögmaður iðnaðarmanna hefur sent frá sér samskonar greinargerð. Í báðum þessum greinargerðum kemur fram að náist ekki samkomulag um þetta, þá gildi gildissvið eldra samningsins þar til um annað hafi verið samið. Það skapar þá stöðu að verkamenn og iðnaðarmenn sem sinna þessum störfum hvort sem þeir eru fastir starfsmenn Járnblendisins eða hjá undirfyrirtækjum þess hafa fullan lagalegan rétt til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslum um nýjan samning. Það verður teljast einkennilegt að vilja standi til hverfa frá fyrirkomulagi sem hefur gefið góða raun og skapa jafnfram leiðindarástand milli hópa á svæðinu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?