Fréttir frá 2005

02 4. 2005

Samið við Símann vegna FÍS og viðræður vegna fellds samnings

Nú fyrir hádegið var undirritaður nýr samningur RSÍ við Símann vegna félagsmanna FÍS. Fyrir nokkru var felldur samningur RSÍ við Símann vegna rafeindavirkja og símsmiða. Nú er búið er að fara yfir helstu ágreiningsatriði  Nú fyrir hádegið var undirritaður nýr samningur RSÍ við Símann vegna félagsmanna FÍS. Í samningnum eru lágmarkslaun hækkuð verulega auk sérákvæða um fæðingarorlof og bakvakta. Að öðru leiti er samningurinn svipaður og þeir samningar sem gerðir hafa verið undanfarið. Á þessum samning starfa um 800 rafiðnaðarmenn. Fyrir nokkru var felldur samningur RSÍ við Símann vegna rafeindavirkja og símsmiða, eins og kom fram hér á heimasíðunni. Búið er að fara yfir helstu ágreiningsatriði og má gera ráð fyrir að viðræðum ljúki eftir helgi. Á þessum samning eru 250 rafiðnaðarmenn  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?