Fréttir frá 2005

02 7. 2005

Sameinast Samvinnulífeyrissjóðurinn og Lífiðn?

Ljóst er að til þess að gæta réttinda þurfa lífeyrissjóðir að stækka og vera samkeppnishæfari um ávöxtunarmöguleika. Krafan um að gæslu hagsmuna sjóðsfélaga er ætíð vakandi og margir sjóðir hafa verið í viðræðum um hugsanlegar sameiningar.Rafiðnaðarmenn stofnuðu lífeyrissjóð árið1970 og byggðu upp öflugan sjóð, sem síðar styrkti stöðu sína með stofnun Lífiðnar ásamt lífeyrissjóðum þjóna og matreiðslumanna. Lífiðn hefur náð góðum árangri, á meðan aðrir lífeyrissjóðir hafa verið að lækka réttindi eru þau aukin hjá Lífiðn. Rafiðnaðarmenn hafa ætíð fylgst vel með sínum sjóði og á öllum fundum innan sambandsins er fjallað um málefni Lífiðnar og gott samband milli félagsmanna og stjórnar sjóðsins. Það leiddi meðal annars til þess að sjóðsfélagar tóku ákvörðun á hárréttum tíma að fela stjórn að skipta yfir í aldurstengt kerfi, sem hefur leitt til hinnar sterku sérstöðu Lífiðnar meðal lífeyrissjóða. Samkeppnin á fjárfestingamörkuðum hefur verið harðnandi og sjóðsfélagar halda vakandi kröfunni um varðveizlu hagsmuna sinna. Stjórn Lífiðnar hefur því verið á vaktinni um fýsilega sameiningarkosti.   Nú hafa stjórnir Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðinn sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu : Ljóst er að til þess að gæta réttinda þurfa sjóðir að stækka og vera samkeppnishæfari um ávöxtunarmöguleika. Nú hafa stjórnir Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Lífiðnar gert með sér samkomulag um að kannaður verði möguleiki á sameiningu sjóðanna tveggja. Tilgangur hugsanlegrar sameiningar væri að auka hagkvæmni í rekstri og bæta þjónustu við sjóðfélaga og launagreiðendur, ásamt því að efla eignastýringu og viðhalda sterkri tryggingastöðu. Ætla má að heildareignir sameinaðs sjóðs nemi 50-55 milljörðum króna. Upplýsingar varðandi framgang viðræðna verða veittar eftir því sem málinu vindur fram.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?