Fréttir frá 2005

02 10. 2005

Alcan (Ísal) samningur felldur

Talningu atkvæða um nýgerðan kjarasamning stéttarfélaga við Alcan lauk í gærkvöldi Niðurstaðan var sú að rafiðnaðarmenn felldu samninginn með 21 nei-atkvæðum á móti 9 já. Í heild var samningurinn felldur með 256 nei-atkvæðum á móti 74 já. Talningu atkvæða um nýgerðan kjarasamning stéttarfélaga við Alcan lauk í gærkvöldi Niðurstaðan var sú að rafiðnaðarmenn felldu samninginn með 21 nei-atkvæðum á móti 9 já.  Í heild var samningurinn felldur með 256 nei-atkvæðum á móti 74 já og 2 auðir. Það hefur komið fram í viðræðum við félagsmenn að þeir eru ákaflega óánægðir með núverandi hagstjórn ríkisstjórnarinnar.  Reyndar er talað um fullkomna óstjórn, hún ráði ekkert við þessi mál og noti einvörðungu bláfátækt erlent launafólk til hagstjórnar.  Opinber og hálfopinber fyrirtæki hamast þessa dagana að hækka gjaldskrár sínar um 15 - 20%.  Á sama tíma eiga launamenn að sætta sig við uþb 3% launahækkanir.  "Það er nú þegar búið að hrifsa af okkur þá launahækkun sem við erum að fá", segja menn.  "Það eru hæpnar forsendur á því að gera langtímasamninga nema þá með mun betri og öruggari tryggingum og opnunarmöguleikum samninga." Einnig spilar stórt inn óvissa um þróun vinnumarkaðsmála. Núverandi ríkisstjórn er að spila inn á vinnumarkaðinn erlendu launafólki í stórum mæli og það hefur þegar haft þau áhrif að laun í ákveðnum störfum hafa lækkað.  Nokkurs misskilnings og um leið veruleg óánægja gætir meðal starfsmanna að vegna innfærslu bónusa inn í taxta og eins vegna breytinga á útborgun launa frá 2ja vikna kerfi yfir í mánaðarlega útborgun.  Veruleg óánægja ólgar er meðal rafiðnaðarmanna vegna breytinga á stjórnkerfum rafmagnsverkstæða.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?