Fréttir frá 2005

02 12. 2005

Er ráðist að Impregilo að ósekju?

Í Morgunblaðinu í dag er grein á miðopnu eftir Pál Ólafsson eftirlitsmann Landsvirkjunar. Þar gætir nokkurrar ónákvæmni. Í Morgunblaðinu í dag er birt ítarleg grein Páls Ólafssonar verkfræðings og eftirlitsmanns Landsvirkjunar til áratuga. Þar fer hann ítarlega yfir vinnuferla Impregilo. Ég ætla ekki að fjalla um áhrif þessara vinnuferla á vinnumarkaðinn, það hef ég gert annarsstaðar. Páll fullyrðir að Impregilo uppfylli ákvæði virkjanasamnings og greiði lágmarkslaun. Þetta er ekki rétt og hefur ítrekað verið leiðrétt af hálfu stéttarfélaganna. Í virkjanasamning eru skýr ákvæði um að hluti af launakjörum skuli vera í formi afkastahvetjandi bónusa, sem geri það að verkum að lágmarkslaun í virkjanasamning séu um 15 ? 25% undir raunlaunum. Impregilo hefur hingað til ekki greitt krónu í bónus. Páll kýs að kalla þetta yfirborgun sem Impregilo hafi kosið að greiða ekki. Páll vinur minn er búinn að vera að ég held við allar virkjanir sem reistar hafa verið síðan virkjasamningurinn var gerður og hann hlýtur að vita af þessu.   Páll hvetur til þess að stéttarfélögin láti af gagnrýni sinni á störf Impregilo. Er ekki mikið eðlilegra að fara fram á að Impregilo fari að settum kjarasamningum og gildandi landslögum, þá mun þessari gagnrýni linna. Að lokum hvetur Páll til þess að settur verði á laggirnar samstarfshópur til þess að taka á deilumálum. Þessi hópur hefur alltaf verið til samkvæmt ákvæðum virkjanasamnings, ekkert mál hefur farið þar í gegn vegna vinnubragða atvinnurekandahliðarinar. Í síðustu viku komu forvarsmenn Impregilo að máli við stéttarfélögin og fór fram á stofnaður yrði samstarfshópur án þátttöku SA, eins og reyndar forsvarsmenn fyrirtækisins boðuðu á blaðamanna fundi fyrir stuttu. Þessi samstarfshópur hefur þegar tekið til starfa. Við viljum frið og höfum alltaf viljað frið. Guðmundur Gunnarsson [Meginmál]

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?