Fréttir frá 2005

02 17. 2005

Kjaraviðræðurnar - Staðan

Mikið er að gerast í kjaraviðræðum. Hér er yfirlit um stöðunaEins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá standa yfir viðræður um endurnýjun margra kjarasamninga RSÍ. Félagsmenn eru búnir að staðfesta niðurstöður í samningum við Stöð 2 og Hvítar myndir. Reykjavíkurborg og Vélamiðstöðina. Samningur RSÍ vegna Félags símamanna er í atkvæðagreiðslu, niðurstaða á að liggja fyrir á mánudag. Samningur RSÍ við Símann vegna rafeindavirkja og símsmiða var felldur, viðræður um breytingar hafa staðið yfir þessa vikuna og ekki ástæða til annars en að ætla að niðurstaða liggi fyrir strax eftir helgi. Viðræður vegna endurnýjunar samnings sýningarmanna eru langt komnar og hafa aðilar sett sér það markmið að lúka því fyrir næstu mánaðarmót. Samningaviðræður við Landsnet og Landsvirkjun eru í lokafarvegi og allnokkrar líkur til þess að við skrifum undur fyrir helgina. Nýr samningur við Sementsverksmiðjuna er í afgreiðslu hjá félagsmönnum. Næsta víst er að samningur við Steinullina fylgi í kjölfarið. Viðræður standa yfir við RARIK, Norðurorku og Hitaveitu suðurnesja. Þessa daga er verið að ræða um vaktakerfi og bónusmál við Norðurál. Þessa vikuna hafa starfsmenn stéttarfélaga ásamt trúnaðarmönnum sínum fundað með starfsmönnum Alcan (ÍSAL), en samningurinn var felldur og stefnt á að hefja viðræður fljótlega eftir helgina. Í gær kom ljós að starfsmenn Járnblendisins voru ekki sáttir við þá niðurstöðu sem náðist hjá sáttasemjara, næstu daga og fram eftir næstu viku verður fundað með starfsmönnum og farið yfir málin. Þessi deila er sú eina af ofanskráðum sem var kominn til sáttasemjara.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?