Fréttir frá 2005

02 17. 2005

Viðræður við Impregilo

Fyrir nokkru lýsti Impregilo því yfir að fyrirtækið vildi frið og bauðst til þess að ræða milliliðalaust við stéttarfélögin.Eins og kom fram í beinni útsendingu fyrir nokkru lýsti Impregilo því yfir fyrir að fyrirtækið vildi koma á samstarfshópi, sem taki milliliðalaust á þeim miklu deilum sem hafa ríkt á milli stéttarfélaganna og fyrirtækisins. Fyrirtækið vill nú loks frið, eins og stéttarfélögin hafa ítrekað beðið um allt frá því fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi. Þessa vikuna hafa viðræður farið fram og er þessi hópur í burðarliðnum.   Eins og margoft hefur komið fram þá hefur Impregilo ekki staðið við það ákvæði í Virkjanasamning að koma á virkum afkastahvetjandi launakerfum og eins eru miklar deilur um úthöld og frídaga. Öllum er kunnugt um að þetta hvort tveggja eru ástæður þess að íslendingar hafa ekki viljað ráða sig til fyrirtækisins.   Fyrirtækið hefur flutt inn með góðri aðstoð Útlendingastofu mikinn fjölda manna, sem sagt er að séu iðnaðarmenn, en þeir eru svo aftur á móti á lægstu verkamannalaunum, sem er vitanlega enn eitt brotið á Virkjanasamning.   Í fjölmiðlum hefur ítrekað komið fram að Impregilo hafi ekki staðið skil á lögbundnum launatengdum gjöldum eins og kveðið er á um í virkjanasamning og eru einhver mál þegar á leið fyrir dómstóla.   Nú er spurningin hvort einhver innistæða hafi verið á bak við yfirlýsingu Impregilo. Aldrei hefur staðið á stéttarfélögunum. Sumir héldu því fram að yfirlýsingin væri til þess eins að fá enn fleiri atvinnuleyfi, en vitanlega vill engin trúa því.   Vera Impregilo hér landi er farin að hafa mikil og víðtæk þjóðfélagsleg áhrif, eins og stéttarfélögin hafa bent á í allangan tíma en stjórnvöld virðast ekki hafa skilið. Sama gildir um eftirlitsmenn Landsvirkjunar eins og nýleg grein í Morgunblaðinu ber með sér. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?