Fréttir frá 2005

02 18. 2005

Fyrsti samningurinn við Landsnet undirritaður

Í morgun var fyrsti kjarasamningurinn við hið nýstofnaða fyrirtæki Landsnet undirrtaður. Í morgun var fyrsti kjarasamningur RSÍ við Landsnet undirritaður. Landsnet var stofnað nú um áramótin um rekstur grunnlínukerfis raforkugeirans. Uppistaðan í starfsmönnum eru fyrrv. starfsmenn Landsvirkjunar. Tæplega 70 af félagsmönnum RSÍ eru starfsmenn Landsnets. Samningurinn er í grunninn uppbyggður eins og aðrir samningar RSÍ í orkugeiranum, með lífaldurstengdu launflokkakerfi. Launaflokkar eru færðir að raunlaunum og klipptir út ónotaðir flokkar neðan af eldra kerfi. Samningstími er til 30. nóv. 2008. Launahækkanir eru svipaðar og samið hefur verið um undanfarið í fastlaunasamningum. Breytingar eru gerðar á tryggingarkafla og gilda tryggingar allan sólarhringinn í starfi og leik. Inn koma ný ákvæði um hæðarálögur í turnum og ákvæði um straumálagsgreiðslur. Greiðslur í lífeyriskerfi eru hækkaðar og í stað flýttra starfsloka eru sett inn valkvæð atriði um hærri greiðslur í séreignarsjóð. Þetta er nýmæli hér á landi.         

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?