Fréttir frá 2005

02 18. 2005

Samningur í Sementsverksmiðjunni samþykktur

Niðurstaða kjörfundar um nýgerðan kjarasamning í Sementsverksmiðjunni lá fyrir í hádeginu í dag. Samningurinn var samþykktur.Kjörfundi um nýgerðan kjarasamning í Sementsverksmiðjunni lauk í hádeginu í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslu var 95%. 71.8% sögðu já - 25.7% sögðu nei - auðir og ógildir voru 2.5%. Samningstími er til 30 nóvember 2008. Launakostnaðarauki var svipaður og í öðrum fastlaunasamningum. Mótframlag til lífeyrissjóðs hækkar í 8% á samningstímanum. Auk þess voru gerðar breytingar á nokkrum atriðum kjarasamningsins.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?