Fréttir frá 2005

02 20. 2005

Af hverju ekki Símnet eins og Landsnet?

Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna selja eigi Landsímann með grunnnetinu, af hverju er grunnnetið ekki undanskilið og sett í sér einingu eins og grunnraflínukerfið er flutt frá Landsvirkjun yfir í Landsnet.Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna selja eigi Landsímann með grunnnetinu, af hverju er grunnnetið ekki undanskilið og sett í sér einingu eins og grunnraflínukerfið er flutt frá Landsvirkjun yfir í Landsnet.   Til þess að skýra þetta mál aðeins þarf að skilgreina hvað sé grunnnet Landssímans. Er það ljósleiðarakerfið sem er einfaldasti hluti kerfisins eða eru menn að auki að tala um þann búnað, sem þarf til þess að koma merki inn á netið og ná því svo út annarsstaðar. Í raflínukerfinu er þetta einfalt sakir þess að um er að ræða eina tegund flutnings um netið, rafmagn. Um grunnnet Landssímans fer aftur á móti margskonar flutningur, sjónvarpsrásir, útvarp, tölvurásir og svo margskonar símarásir. Hver rás um sig kallar á dýran og flókin búnað til þess að umforma merkið áður en það er sent inn á grunnnetið. Svo þarf jafnflókin og dýran búnað til þess að ná þessu merki út af netinu og umforma það aftur. Þetta þarf að gera á hverjum stað fyrir sig.   Ef skilja ætti búnað Landssímans frá ljósleiðarakerfinu þyrfti að leggja í umfangsmiklar og dýrar framkvæmdir á mörgum stöðum á landinu. Það er stefna stjórnvalda að selja allt á einu bretti, eins og hefur verið gert annarsstaðar í Evrópu. Póst- og fjarskiptastofnun ásamt Samkeppnisstofnun muni svo gæta hagsmuna þeirra sem vilja tengjast inn á netið og setja upp sinn búnað til þess eða gera samninga um að nota einhvern búnað sem til er. Hér er ekki verið að leggja mat á eitt frekar en annað, einungis að gefnu tilefni komið á framfæri upplýsingum. Umræðan er stundum ekki alveg á réttum nótum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?