Fréttir frá 2005

03 1. 2005

Um atvinnu íslenskra íþróttafréttamanna

Við sem erum í því stéttarsambandi þar sem tæknimenn og margir þáttagerðarmenn vista sig, höfum mátt horfa sorgmædd og reyndar furðu lostinn á þá aðför sem ákveðin hópur Sjálfstæðismanna hefur viðhaft gagnvart þessum félögum okkar undanfarna mánuði. Við sem erum í því stéttarsambandi þar sem tæknimenn og margir þáttagerðarmenn vista sig, höfum mátt horfa sorgmædd og reyndar furðu lostinn á þá aðför sem ákveðin hópur Sjálfstæðismanna hefur viðhaft gagnvart þessum félögum okkar undanfarna mánuði. Ég ætla ekki að fjalla um þá einkennilegu atburðarrás sem varð eftir að Skjár 1 keypti réttinn á Enska boltanum og endaði með því að Landsími Íslands var látinn kaupa hinn takmarkaða rétt á útsendingum Enska boltans af Skjá einum. Það hefur verið gert af mörgum öðrum á undanförnum mánuðum.   En ég get ekki orða bundist lengur. Þegar kynnt var fyrir landsmönnum hvernig staðið yrði að útsendingum Enska boltans á vegum Landssíma Íslands, kom í ljós að ekki yrðu notaðir íslenskir þáttagerðar- og tæknimenn til þeirra starfa nema í mjög takmörkuðum mæli. Þessari tilkynningu fylgdi svo óvenjulega rætinn aðför að þeim íslensku þáttagerðarmönnum, sem hafa unnið við að flytja okkur íslendingum íþróttafréttir undanfarna áratugi, og hófst með glæsilegri innkomu Bjarna Fel á sínum tíma. Í ákveðnum fjölmiðlum birtust skyndilega fjöldi bréfa, sem öll voru einkennilega svipuð. Þar var fluttur einhver svæsnasti atvinnurógur sem ég hef séð. Hæðst var að íslenskum þáttagerðarmönnum og þeir rægðir á allan hugsanlegan hátt. Fullyrt að þeir vissu ekkert um það sem þeir væru að tala um og allt sem þeir segðu væri endalaust bull. Samfara þessu voru enskir þáttagerðarmenn hafðir til skýjanna. Fullyrt var að allir íslendingar ættu þá ósk heitasta, að fá að hlusta á hin ensku gáfumenni og við öll vildum losna við hina sauðalegu íslensku þáttagerðarmenn.   Einn þáttagerðarmannanna tók sig til og skrifaði bréf þar sem hann bendir á að verið sé að brjóta íslensk lög. Þá er rokið til og vörn þessa einstaklings fyrir atvinnu sinni og atvinnuheiðri er stillt upp sem aðför Sjónvarpstöðvarinnar Sýnar að Skjá 1! 15 þingmenn Sjálfstæðisflokksins settu upp vandlætingarsvip og rjúka til og vilja breyta lögum í hvelli. Þeim til rökstuðnings færa þeir svo Morfísrök þar sem lagðar eru að jöfnu útsendingar íslenskra sjónvarpsstöðva og erlendra, og enn er fullyrt að þeir komi fram fyrir hönd allrar íslensku þjóðarinnar. Þeir sem séu þeim ekki sammála í þessu mikla réttlætismáli hljóti að vera einkennilega þenkjandi menn. Hér vitna ég til nýlegra viðtala við tvo ungþingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru flutningsmenn frumvarpsins.   Um hvað snýst málið? Allmargir íslenskra þáttagerðarmanna sem vinna hjá Stöð 2, Sýn og Sjónvarpinu hafa haft fulla atvinnu af því að flytja okkur umsagnir af íþróttaviðburðum. Með þeim starfa að auki fjöldi tæknimanna. Á sumrin fjalla þeir um íslenska íþróttaviðburði. Á veturna er hluti starfs þeirra að fjalla um erlenda viðburði. Það sem hefur einna helst tryggt að þeir hafa fulla vinnu allt árið er Enski boltinn, Ensku bikarkeppnirnar og Meistarakeppnin. Þegar Skjár 1 bauð langt upp fyrir aðra í sýningaréttinn á Enska boltanum, sem Landsími Ísland svo keypti, var öllum ljóst að auglýsingatekjur væru fjarri því að geta staðið undir útsendingarkostnaði. Þá var brugðið á það ráð að leggja niður störf íslensku þáttagerðar- og tæknimanna. Allir vissu að það var lögbrot og aðför að atvinnu fjölda íslendinga. Það er ekki eitthvert léttvægt mál eins og ungliðar Sjálfstæðisflokksins vilja halda fram og fjalla um glottandi í fréttatímum. Það hefur ekkert með að gera útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva. Þetta getur mjög líklega haft þær afleiðingar að umfjöllun um íslenska íþróttarviðburði verður mun minni. Ég er á móti því að þessum lögum sé breytt, og svo einkennilegt sem það nú er þá þekki ég ekki nokkurn mann sem vill það. Af hverju allt í einu núna, spyrjum við?Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?