Fréttir frá 2005

03 2. 2005

Nýr samningur við ÍSAL(Alcan)

Um miðnætti í gærkvöldi var skrifað undir viðauka við þann kjarasamning sem felldur var fyrir nokkru. Í viðauka er komið til móts við þau atriði sem starfsmenn gagnrýndu í nýjum kjarasamning.Um miðnætti í gærkvöldi var skrifað undir viðauka við þann kjarasamning sem felldur var fyrir nokkru. Í viðauka er komið til móts við þau atriði sem starfsmenn gagnrýndu í nýjum kjarasamning. Sett eru 7.7% gólf í bónuskerfin. Orlofs- og desemberuppbætur eru hækkaðar. Í stað afturvirkni er greidd 120 þús. kr. eingreiðsla. Kaupaukar í óþrifalegustu störfum eru auknir. Breytingar á útborgunum launa frá 2ja vikna launum upp í mánaðarlaun höfðu valdið miklum úlfaþyt á svæðinu og er þetta gert valkvætt í viðauka. Þeir sem velja að fara yfir í mánaðarlaun fá 16 þús. eingreiðslu frá fyrirtækinu vegna hagræðingar. Samningurinn gildir til 30 nóvember 2008.   Heildarbreytingar kjara í viðauka og kjarasamning verða því þannig auk ofantalins, að launatafla hækkar um 5.5% og um 14% á samningstíma. Bónuskerfum er breytt og sé litið til reksturs undanfarið eiga þessar breytingar að skila amk um 4% launahækkun. En þar til viðbótar er þökum lyft á bónuskerfum úr 11% í 19%, sem gefur starfsmönnum möguleika á enn meiri launahækkunum. Fyrirtækið hefur greiðslur í starfsmenntasjóði. Flýttum starfslokum sem starfsmönnum standa til boða eru færð fram frá 67 ára til 65 ára. Auk þessa eru gerðar ýmsar breytingar sem eru svipaðar og gerðar hafa verið í öðrum kjarasamningum undanfarið þám á ábyrgðarálagi, námskeiðsaukum, veikindum í orlofi, fæðingarorlofi og greiðslum í lífeyrissjóð. Atkvæðagreiðslum skal vera lokið 10. marz.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?