Fréttir frá 2005

03 2. 2005

Arðsemi náms í rafiðnaðargreinum

Fjölgun í rafiðnaðargreinum er ákaflega jöfn. Næg vinna er í geiranum og lítið atvinnuleysi. Ef litið er til náms í framhaldsskólum er arðsemi rafiðnaðargreina hæst.  Þegar litið er til náms á framhaldskólastigi kemur í ljós að arðsemi náms í rafeindavirkjun er hæst eða um 16%. Meðaltekjur þeirra eru reyndar hærri en margra háskólamenntaðra hópa. Rafvirkjar fylgja þar fast á eftir með um 13% arðsemi. Arðsemi náms verkfræðinga er talin vera liðlega 20%, hjá læknum tæplega 20% og hjá viðskipta- og hagfræðingum liggur arðsemin aðeins fyrir neðan rafeindavirkja.     Innstreymi í rafiðnaðargeirann er jafnt og meðalaldur félagsmanna innan RSÍ lækkar frekar en hitt. Hér sést að mikið innstreymi er af ungu fólki   Hér sést hið jafna innstreymi í sambandið     Rafiðnaðarmenn hafa lagt sérstaka áherslu á að hækka daglaun og lágmarkslaun. Við sjáum að meðal heildarlaun rafiðnaðarmanna og annarra iðnaðarmanna voru svipuð árið 2000. Í dag eru meðaldaglaun raifðnaðarmanna að nálgast meðalheldarlaun annarra iðnaðarmanna.        Frá stofnun RSÍ hefur vinnutíminn jafnt og þétt farið lækkandi og meiri tími gefist til þess að sinna börnunum. Þetta segir reyndar mikið til hversu mikið daglaun hafa hækkað.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?