Fréttir frá 2005

03 2. 2005

Um erlendra starfsmenn hér á landi

Við höfum oft gagnrýnt afstöðu SA í málefnum erlendra starfsmanna. Í dag birtist í vefriti SA grein sem við ætlum að birta, sakir þess að þar koma fram sjónarmið sem við höfum ætíð haldið fram. Sumum hefur á einhvern kostulegan hátt tekist að gera okkur upp þau sjónarmið að við séum á móti erlendu starfsfólki. Spunadrottningar stjórnarflokkana bæta reyndar oft við að við séum á móti öllum framförum í landinu.Við höfum oft gagnrýnt afstöðu SA í málefnum erlendra starfsmanna. Í dag birtist í vefriti SA grein sem við ætlum að birta, sakir þess að þar kemur það sjónarmið sem við höfum ætíð haldið fram. Mörgum hefur á einhvern kostulegan hátt tekist að gera okkur upp þau sjónarmið að við séum á móti erlendu starfsfólki. Þar eru menn að ruglað með kröfur okkar um að farið sé að kjarasamningum, líka gagnvart erlendum starfsmönnum. Spunadrottningar stjórnarflokkana bæta reyndar oft við að við séum á móti öllum framförum í landinu. Það er rökstutt með því að við höfum bent á að íslendingar vilja ekki ástunda vinnu upp á fjöllum fjarri heimilum sínum og fá greitt fyrir það 100 þús. kr. á mán. Röksemdaflutningur spunadrottninga stjórnarflokkanna er reyndar ætíð ótrúlega ósvífinn og mótsagnakenndur.   Hrafnhildur Stefánsdóttir lögmaður SA skrifar á vefrit samtakanna: Komi útlendingur til starfa hér á landi á vegum erlends fyrirtækis sem tekið hefur að sér verkefni fyrir fyrirtæki hér á landi skal hið innlenda fyrirtæki tilkynna Útlendingastofnun um það fyrir fram og tilgreina nafn hins erlenda vinnuveitanda. Útlendingastofnun skal á grundvelli slíkrar tilkynningar sjá til þess að hinu erlenda fyrirtæki verði gert viðvart um tilkynningarskyldu sína skv. reglugerð um útlendinga. Sama gildir um íslensk fyrirtæki sem ráða til sín útlendinga, það skal einnig tilkynna um þá til Útlendinga-stofnunar. Starfsfólkið á almennt að fá kennitölu. Hér á landi eru skýr lagaákvæði um að laun starfsmanna megi ekki vera lægri en kjarasamningar í viðkomandi starfsgrein ákveða. Á það jafnt við um erlent starfsfólk og aðra. Um réttarstöðu starfsfólks sem starfar tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja, þar með talið starfsmannaleiga, gilda sérstök lög, sem tryggja þessu starfsfólki að farið skuli að íslenskum lögum varðandi lágmarkslaunakjör, aðbúnað og hollustuhætti, orlof og fleira er varðar starfskjör þess.   Ríkur aðgangur verkalýðshreyfingar Þá hafa SA og ASÍ samið um aðgang trúnaðarmanna að upplýsingum um launakjör erlends starfsfólks. Svipuð ákvæði eru einnig í virkjunarsamningnum sem gildir um virkjunar-framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Trúnaðarmenn stéttarfélaga eiga því möguleika á að sannreyna að launagreiðslur hins erlenda starfsfólks séu í samræmi við kjarasamninga. Að þessu leyti er aðstaða íslenskrar verkalýðshreyfingar til að fylgjast með því að ekki sé brotið gegn kjarasamningum betri en almennt gerist í nágranna ríkjum okkar.   Um skattgreiðslur hins erlenda starfsfólks fer síðan eftir skattalögum og eftir atvikum tvísköttunarsamningum við viðkomandi ríki. Þetta er hinn löglegi farvegur þegar um er að ræða starfsfólk af hinu Evrópska efnahagssvæði. Um það gilda í öllum meginatriðum sömu reglur og um íslenskt starfsfólk. Það á sama rétt á að vera í stéttarfélögum og taka þátt í starfi þeirra og íslenskt starfsfólk. Eftirlitsheimildir stéttarfélaga og opinberra aðila eru þær sömu og að því er varðar Íslendinga. Þessi hreyfanleiki er afar mikilvægur við núverandi aðstæður þar sem allt það starfsfólk sem þarf til framkvæmda er ekki að finna hér á landi og því hætta á mikilli þenslu á vinnumarkaði.   Svört atvinnustarfsemi Okkur berast hins vegar fréttir af því í blöðum að talið sé að hér séu hópar ólöglegra erlendra starfsmanna sem hafist við í kjöllurum, jafnvel hjólhýsum eða gámum, sé hvergi skráð og fái greitt langt undir lágmarkslaunum. Ef satt reynist er einfaldlega verið að lýsa því sem kallað er ?svört atvinnu-starfsemi?. Það er að sjálfsögðu með öllu óþolandi fyrir heiðarleg fyrirtæki að þurfa að keppa við aðila sem fara framhjá lögum og reglum, greiða laun undir því sem kveðið er á um í kjarasamningum og greiða jafnvel ekki skatta og skyldur. Slík starfsemi á engan rétt á sér og að hana ber að uppræta. Slík starfsemi má hins vegar ekki verða til þess að kasta rýrð á þá útlendinga sem hér starfa á eðlilegum forsendum og þá vinnuveitendur sem nýta sér krafta erlends starfsfólks eftir löglegum leiðum. Hrafnhildur Stefánsdóttir  Við þetta er ekkert að bæta. SA er í þessari grein sammála okkur um hvernig eigi að meðhöndla erlent starfsfólk.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?