Fréttir frá 2005

03 4. 2005

Ályktun RSÍ um 1. maí hátíðarhöld og fimmtudagsfrídaga

Á fundi miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands þ. 4. marz 2005 var fjallað um hátíðarhöld stéttarfélaganna í Reykjavík 1. maí, og hina svokölluðu fimmtudagsfrídaga.  Miðstjórnin telur að tímabært sé fyrir verkalýðshreyfinguna að endurskoða hvernig staðið sé að hátíðarhöldum 1 maí Á fundi miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands þ. 4. marz 2005 var fjallað um hátíðarhöld stéttarfélaganna í Reykjavík 1. maí, og hina svokölluðu fimmtudagsfrídaga.  Miðstjórnin telur að tímabært sé fyrir verkalýðshreyfinguna að endurskoða hvernig staðið sé að hátíðarhöldum 1 maí.  Kröfugangan er barn síns tíma og fer því fjarri að hún standi undir þeim væntingum sem hin almenni félagsmaður gerir í dag.  Lítil þátttaka ásamt athafna margskonar öfgahópa hefur eyðilagt þá áferð sem var á þessum degi.  Miðstjórn RSÍ telur að núverandi fyrirkomulag sé verkalýðshreyfingunni ekki til framdráttar og fyllilega tímabært að nálgast viðhorf nútímans og ná jákvæðri athygli.   Miðstjórn RSÍ leggur til að stéttarfélögin í Reykjavík sameinist um að halda víðtæka fjölskylduhátíð í Laugardalnum.  Sett verði upp skemmtidagskrá í Laugardalshöll.  Þar væri boðið upp á eitt 15 mín. ávarp og vönduð skemmtiatriði.  Boðið verði upp á kaffi og meðlæti fyrir þá sem vilja.  Stéttarfélögin setji upp kynningarbása á starfsemi sinni og stefnumörkum í anddyri og fyrir framan höllina, þar sem ma verði útbýtt frímiðum í Húsdýragarðinn, sundlaugarnar og fl. fyrir börnin.   Í dag standa stéttarfélögin mörg hver fyrir því að bjóða upp á kaffi og bakkelsi í sölum víða um bæinn.  Auk þess hafa þau aðstoðað Iðnnemasambandið við að setja upp fjölskylduhátíð í Húsdýragarðinum.  Beina má þessu fjármagni í sameiginlegan farveg.   Miðstjórn RSÍ telur að ef haldið er áfram á óbreyttri braut, skapist umtalsverð hætta á að hópurinn muni tvístrast og einhver félög taki höndum saman um að sniðganga kröfugönguna og útifundinn og sameinast um einhverja svona útfærslu.  Það væri miður á þessum degi og vatn á myllu þeirra sem eru andstæðir verkalýðshreyfingunni.  Nú er verið að hefja undirbúning næsta 1. maí og nægur tími til þess að skipta um aðferð.     Tilfærsla fimmtudagsfrídaga RSÍ hafði frumkvæði um að því á síðasta ári að sett voru ákvæði um tilfærslu svokallaðra fimmtudagsfrídaga í nýgerða kjarasamninga.  Einnig voru sett ákvæði í kjarasamninga RSÍ um að kjarastefnan væri fjölskylduvænni.  Það er mikið óhagræði fyrir atvinnulífið þegar stakir frídagar lenda td á fimmtudögum.  Miðstjórn RSÍ leggur til að verkalýðshreyfingin sameinist ásamt Samtökum atvinnulífsins um að tekið verði upp það fyrirkomulag að ætíð verði frí fyrsta föstudag í maí í stað hins hefðbundna frídags 1. maí og hátíðarhöld flytjist yfir á þennan föstudag.  Þetta kallar reyndar á fleiri frídaga á virkum degi vegna 1. maí en verið hefur hingað til. Þetta má leysa með því að líta til sumardagsins fyrsta og nýrra ákvæða í kjarasamningum. Miðstjórn RSÍ leggur til að tekið verði upp svipað fyrirkomulag og um hefur samist td í Svíþjóð. Þegar 17. júní lendi á þriðjudegi, þá verði frí á mánudegi og þá samfellt frí á vinnustöðum. Ef 17. júní lendi á fimmtudegi þá verði frí á föstudögum. Lendi 17. júní á miðvikudegi þá verði ekki aukafrí. Ef 17. júní lendi á laugardegi eða sunnudag verði frí á föstudag.  Kostnaður fyrirtækja vegna frídaga með þessu skipulagi verður svipað og núverandi fyrirkomulag, hagræði fyrirtækjanna er augljóst og launamenn ná mun betri og fjölskylduvænni fríum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?