Fréttir frá 2005

03 9. 2005

Fréttatilkynning Iðnnemasambands Íslands varðandi 1. maí hátíðarhöld verkalýðsfélaganna

Iðnnemasamband Íslands fagnar fréttatilkynningu Rafiðnaðarsambands Íslands varðandi tilfræslu hátíðarhalda verkalýðsfélaganna í Reykjavík á 1. maí. Undanfarin ár hefur INSÍ ítrekað bent á þennan valmöguleika á tilfærslu hátíðarhaldanna en hefur ekki hlotið hljómgrunn hjá 1.maí nefnd verkalýðsfélaganna.  INSÍ hefur boðið félagsmönnum sínum frítt í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn undanfarin ár og hefur það mælst mjög vel fyrir.  Mikil aðsókn hefur verið í garðinn á þessum dögum og teljum við að tvímælalaust eigi að huga betur að fjölskyldunni á þessum hátíðisdegi.  Við getum sagt það með reynslu að slík hátíðarhöld eru nútíminn og ljóst að 1.maí er ekki lengur sá baráttudagur sem hann var, heldur er nú orðinn hátíðisdagur.      Við skorum á forsvarsmenn annarra verkalýðsfélaga að fagna þessari hugmynd og færa 1.maí hátíðarhöldin úr miðbænum í fjölskylduvænni og fjölbreyttari hátíðarhöld, þar sem ungir sem aldnir geta haft gaman af.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?