Fréttir frá 2005

03 9. 2005

Fréttatilkynning um sátt stéttarfélaganna og Impregilo

Á fundi með fulltrúum Impregilo og verkalýðsfélaga í kjölfar heimsóknar erlendra eftirlitsmanna Alþjóðabyggingarsambandsins var ákveðið að leita leiða til að bæta samskipti aðila og freista þess að ná samkomulagi um atriði, sem valdið hafa deilum með aðilum Á fundi með fulltrúum Impregilo og verkalýðsfélaga sem aðild eiga að svonefndum Virkjanasamningi þann 18. janúar sl. var ákveðið að leita leiða til að bæta samskipti aðila og freista þess að ná samkomulagi um atriði, sem valdið hafa deilum með aðilum. Aðilar hafa nú gert með sér samkomulag, sem felst m.a. í eftirfarandi: ·         Komið er á fót fastanefnd verkalýðfélaganna og Impregilo með þátttöku fulltrúa ASÍ og SA.  Nefndinni er ætlað að vera fastur vettvangur til viðræðu um vinnumarkaðsmál sem varða aðstæður við Kárahnjúkavirkjun; hagsmuni fyrirtækisins og starfsmanna þess.  Henni er ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um atriði sem lúta að framkvæmd kjarasamninga og laga eftir því sem við getur átt. ·         Í framhaldi af viðræðum aðila í ofangreindri nefnd hefur Impregilo tilkynnt um aðgerðir sem ætlað er að hvetja starfsmenn með lögheimili á Íslandi utan virkjunarsvæðisins til lengri samfelldrar vinnu hjá fyrirtækinu. Munu þeir sem starfa lengur en 6 mánuði fá sérstaka launauppbót fyrir hver unnin dag. ·         Þá hefur verið ákveðið að bjóða fullgildum iðnaðarmönnum með sveinspróf í rafiðnaði, tréiðnaði og málmiðnaði sérstaka launauppbót á unnin tíma, til að fá aukið hlutfall iðnaðarmanna með fyllstu réttindi og reynslu til stafa að við virkjunina. ·         Í kjölfar breytinga á verkáætlun Landsvirkjunar, þar sem miðað er við hröðun á verkáföngum, hefur tekist samkomulag um endurskoðun á viðmiðunum á bónussamningi starfsmanna.    Reynslan í mars og apríl veður síðan nýtt til að meta hvort sett markmið séu í samræmi í framkvæmdagetu. ·         Aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaga hefur farið yfir launauppgjör og yfirfærslur til starfsmanna félagsins sem koma frá ríkum utan Evrópu og staðfest að þau uppgjör séu í fullu samræmi við ákvæði gildandi samninga.Aðilar minna á að við Kárahnjúka eru nú starfandi yfir 1100 starfsmenn af mörgum þjóðernum.  Framkvæmdatíminn hefur verið stuttur og ýmislegt í undirbúningi verksins hefði mátt vera betra af hálfu margra aðila.  Það er því við því að búast að leysa þurfi úr margvíslegum álitaefnum, ekki síst á sviði vinnumarkaðsmála.  Aðilar hafa einsett sér að vinna sameiginlega að lausn þeirra mála og lýsa báðir ánægju með þann áfanga sem nú hefur náðst í beinum samskipum félagsins og verkalýðsfélaganna

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?