Fréttir frá 2005

03 17. 2005

Aðstoð við skattframtalsgerð

Virðing skipuleggur nú líkt og í fyrra aðstoð við gerð skattframtala. Aðstoðin er ætluð einstaklingum í stéttarfélögum sem eru í hluthafahóp VirðingarVirðing skipuleggur nú líkt og í fyrra aðstoð við gerð skattframtala. Aðstoðin er ætluð einstaklingum í stéttarfélögum sem eru í hluthafahóp Virðingar.   Fyrirhuguð aðstoð er ráðgerð þrjú kvöld (frá fjögur til sex) fyrir skiladag framtalsgagna sem er 21. mars n.k. Virðing tekur að sér að skipuleggja og samhæfa aðstoðina og mun leggja aðstoðarmönnum til aðstöðu, tölvubúnað og fundarherbergi.   Þjónustan verður auglýst í dagblöðun á morgun og mánudag og sérstaklega verður vísað til þeirra stéttarfélaga sem tengjast okkur.   Virðing mun ekki taka sérstaklega fyrir skipulagningu en vonast er til að þátttaka fyrirtækisins í verkefninu geri það sýnilegra og virki um leið sem kynning á starfsemi og þjónustu þess. Auk þess sem Virðing lítur á verkefnið sem þjónustu við eigendur.     f.h. Virðingar Ólafur Sigurðsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?