Fréttir frá 2005

03 18. 2005

Fréttatilkynning frá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík

Á fundum 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna í Reykjavík var fjallað um ályktun RSÍ um hátíðarhöld verkalýðsfélaganna.  Á fundi miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands 4. mars s.l. var m.a. fjallað um hátíðarhöld 1.maí í Reykjavík.  Miðstjórn RSÍ telur að tímabært sé fyrir verkalýðshreyfinguna að endurskoða hvernig staðið er að hátíðarhöldum 1. maí.  Miðstjórn RSÍ leggur til að stéttarfélögin í Reykjavík sameinist um að halda viðtæka fjölskylduhátíð í Laugardalnum.  Boðið verði upp á vönduð skemmtiatriði og kaffihlaðborð.  Stéttarfélögin setji upp kynningabása um starfsemi sína og frítt verði í Húsdýragarðinn og Laugardalslaug.   Á fundum 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, KÍ, BHM og INSÍ haldnir 10. og 16. mars s.l.  var ályktun miðstjórnar RSÍ tekin til skoðunar og rædd.  Nefndarmenn voru  tilbúnir að skoða breytingar á hátíðarhöldunum með jákvæðu hugarfari.  Ákveðið var að fyrir fundinn 16. mars  kannað  hvort Laugardalshöllin sé laus.   Á fundinum 16. mars s.l. var upplýst að  verið væri að stækka Laugardalshöllina og verður henni lokað 23. apríl n.k. og breytingar hefjast á gömlu höllinni.  Þessar framkvæmdir leiða af sér, að ekki er möguleiki að nota Laugardalshöllina fyrir hátíðarhöld 1.maí í Reykjavík þetta árið.  Því er það ákvörðun nefndarinnar að hátíðar- og baráttudagur launafólks verði haldinn með óbreyttu sniði eins og undanfarin ár.   Fundurinn 16. mars  leggur til við 1. maí nefnd sem mun undirbúa hátíðar- og baráttudag launafólks fyrir árið 2006 í Reykjavík. Að hún hafi í huga að gera breytingar á hátíðarhöldunum í takt við ályktun RSÍ,  ekki síst í ljósi þess að ári verður Laugardalshöllin stærri og möguleiki að hún geti rúmað fleira fólk. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. BSRB Bandalag háskólamanna. Kennarasamband Íslands. Iðnnemasamband Íslands.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?