Fréttir frá 2005

04 2. 2005

Samningur við Norðurál

Í nótt var undirritaður nýr kjarasamningur við Norðurál. Starfsmenn höfðu fyrir viðræður sett sér það markmið að ná samræmingu á kjörum við sambærileg störf og tóku gott skref í þá átt með þessum samning. Í nótt var undirritaður nýr kjarasamningur við Norðurál. Starfsmenn höfðu fyrir viðræður sett sér það markmið að ná samræmingu á kjörum við sambærileg störf og tóku gott skref í þá átt með þessum samning. Launakostnaðarauki er 24.5%, í öðrum sambærilegum samningum sem gerðir hafa verið upp á síðkastið hefur launakostnaðarauki verið 20 - 21%.   Launatafla er endurskoðuð og hækkuð ma með innfærslu á árangurstengdum launum. Aðrar beinar launahækkanir verða 3% 1.1.2006, 3% 1.1. 2007 og 3% 1.1. 2008. Orlofs og desemberuppbætur eru hækkaðar umtalsvert. Mótframlög verksmiðjunnar í lífeyrissjóð eru hækkuð eins og í almennum kjarasamningum auk þess er mótframlag í séreignarsjóð hækkað. Bónuskerfi, vaktkerfi og starfsaldurskerfi eru endurskoðuð. Orlofsdögum fjölgað. Auk nokkurra annarra ákvæða þar sem ákvæði kjarasamnings eru endurskoðuð. Samningurinn verður kynntur starfsmönnum á fundum í næstu viku skal afgreiðslu hans vera lokið 15. apríl.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?