Fréttir frá 2005

04 2. 2005

Fyrri úthlutun orlofshúsa lokið

Nú er lokið fyrri úthlutun og fara tilkynningar í póst nú um helgina Lokið er fyrri úthlutun orlofshúsa RSÍ í sumar.  409 umsóknir bárust og hlutu 334 úthlutun, 75 umsækjendur fengu ekki það sem þeir sóttu um. Úthlutunarbréf fara í póst á mánudagsmorgun og þurfa félagsmenn að hafa staðfest fyrir 14. apríl annars fer úthlutun viðkomandi inn í seinni úthlutun.   Opið verður fyrir umsóknir í endurúthlutun 20.apr. til 1. maí.n.k.  Þeir sem ekki fengu sína umsókn uppfyllta, fara sjálfkrafa í seinni úthlutun, en geta endurskoðað umsóknir með tilliti til þess að það sem óskað var eftir hafi þegar verið úthlutað.   Nú er hægt að greiða með kreditkorti á heimasíðunni, þá er farið inn á orlofsvefinn og síðan eru leiðbeiningar um hvernig farið er að.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?