Fréttir frá 2005

04 13. 2005

Enn tapar starfsmannahald Varnarliðsins

Í dag kvað Héraðsdómur upp þann dóm að starfsmannahaldi Varnarliðsins bæri að fara eftir kjarasamningum. Bandaríski herinn hefur ætíð haft það form á að gera ekki kjarasamninga, en hefur í samvinnu við utanríkisráðuneyti viðkomandi lands séð til þess að skipuð er Kaupskrárnefnd, sem finnur laun á almennum markaði í sambærilegum störf og unnin eru hjá hernum á almennum vinnumarkaði og nefndin úrskurðar svo launakjör hjá hernum. Úrskurður Kaupskrárnefndar er því jafngildur löglega gerðum kjarasamning. Svo ólíklegt sem það nú er þá hefur starfsmannahald varnaliðsins einhverra hluta vegna átt ákaflega erfitt með skilja þetta fyrirkomulag og hefur margítrekað lent í málferlum vegna þess og tapað. Starfsmannahaldið tók sig til fyrir nokkru og sagði upp rútugjaldi og ferðatíma sem Kaupskrárnefnd hafði úrskurðað sem hluta af launakjörum rafiðnaðarmanna á vellinum. RSÍ mótmælti þessu árangurslaust og fór svo með það fyrir dómstóla sem úrskurðuðu að þetta væri hluti starfstengdra kjara rafiðnaðarmanna.   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?