Fréttir frá 2005

04 16. 2005

Breytingar á starfsreglum Styrktarsjóðs.

Á sambandstjórnarfundi RSÍ 14. - 15. ap. voru íþrótta- og námskeiðsstyrkir hækkaðir, sett inn heimild til gleraugnastyrks auk þess að styrkir vegna sjúkraþjálfunar voru hækkaðir umtalsvert Á sambandstjórnarfundi RSÍ 14. - 15. ap. var 3ju grein starfsreglna Styrktarsjóðs breytt þannig árlegur íþróttastyrkur er hækkaður úr 10.000 kr. í 15.000 kr. sama gildir um árlegan námskeiðsstyrk. Sett var inn ný heimild til þess að styrkja gleraugnakaup um allt að 30.000 kr. á fjögurra ára fresti. 4. gr. var einnig breytt þannig að styrk vegna sjúkranudds og sjúkraþjálfunar er breytt úr 900 kr. fyrir hvert skipti í styrk sem svari til 80% af niðurgreiðslu Tryggingarstofnunar. Í dag nemur þessi niðurgreiðsla 1.740 kr. þannig að styrkur RSÍ hækkar í 1.392 kr. fyrir hvert skipti.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?