Fréttir frá 2005

04 16. 2005

Sterk fjárhagsleg staða RSÍ

Á sambandstjórnarfundi RSÍ voru lagðir fram samstæðureikningar sjóða sambandsins. Staða sambandsins er mjög sterk og það skuldlaust Gjaldkeri sambandsins lagði fram á sambandstjórnarfundi samstæðureikning sjóða RSÍ fyrir árið 2004. Í áritun löggilts endurskoðanda Theodórs Sigurbergsson endurskoðun Grant Thornton eru ekki settir fram neinir fyrirvarar eða athugasemdir.   Eigið fé sjóða RSÍ er 945 millj. kr. Á síðasta ári var lokið við að greiða upp skuldir vegna kaupa á Stórhöfða 31 og er sambandið því skuldlaust, utan nokkurra skammtímaskulda um áramótin. Bókfært eigið fé sjóða RSÍ 31. 12. 2004 er sem hér segir Sambandssjóður 6,5 millj. kr. Styrktarsjóður 499 millj. kr. Orlofssjóður 179 millj. kr. Vinnudeilusjóður 147 millj. kr. Menningarsjóður 114 millj. kr. Menningarsjóður á allt félagslegt húsnæði sambandsins, þe félagsmiðstöðina að Stórhöfða og skirfstofurnar á Akureyri og Selfoss, töluverð dulin eign er í fasteignum sjóðsins.   Ástæða er að geta þess að um er að ræða bókfærðar eignir, dulin eign er umtalsverð þá sérstaklega í eignum vinnudeilusjóðs, en hann á 75% hlutbréfanna í eignarhaldsfélaginu sem á Stórhöfða 29. Eins og áður hefur komið fram þá var Póstinum leigt húsið til 10 ára og greiðir leigan upp þau lán sem tekin voru til kaupa á húsinu og hækkar því verðgildi þessar bréfa stöðugt, en þau eru bókfærð á kr. 375 þús, kr. Sama gildir um eignir Menningarsjóðs og orlofssjóðs. Þar má td geta þess bókfærð eign sjóðsins í íbúðunum tveimur á Spáni er 9 millj. kr, en húsin eru á mjög eftirsóttum stað í Torreveija og fyrir liggja tilboð í þær um ríflega þrefalda þessa uppæð.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?