Fréttir frá 2005

04 17. 2005

Erindi Eddu Rós Karlsdóttir

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans fjallaði um spurninguna hvort segja eigi upp samningunum í haust.Að loknu erindi Ólafs Darra velti Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans fyrir sér sömu spurningu; Á að segja upp samningum í haust? Markmið samninga hafa staðist hingað til og kaupmáttur hefur aukist. Það hafa orðið breytingar á lánamarkaði sem hafa valdið því að ráðstöfunartekjur hafa aukist. Þeir sem sjá um kjarasamninga vita að launahækkanir snúast um hversu mikið er hægt að ná út úr atvinnurekendum, og það er ákaflega misjafnt. Það er ekki hagur launamanna að of mikið sé tekið, því þá verður framleiðslan of dýr og selst ekki. Bætt flutningskerfi og opnara markaðskerfi veldur því að sá sem er að framleiða kex á Íslandi er í beinni samkeppni við kexframleiðanda í Kína. Það er búið að fella niður þær verndargirðingar sem voru reistar og stóð fram eftir síðustu öld.   Kjarasamningar snúast ekki bara um að ná beinum launahækkunum, við getum einnig velt fyrir okkur hvort hægt sé að ná einverju öðru fram en krónum. Verðbólga hefur hækkað um 4,3% á síðustu 12 mánuðum og það er húsnæðisliður vísitölunnar sem skýrir stærstan hluta, þess. Án húsnæðisliðarins hefur vísitalan hækkað um 1,1%. Á sama tíma hafa laun hækkað um 5,7%, skv. launavísitölu, ef teknar eru út kjarasamningshækkanir frá í apríl og maí í fyrra. Einnig hækkuðu laun um 3% þann 1. janúar sl. Við þurfum ætíð af að skoða þau mælitæki sem við höfum. Lífsvenjur breytast og áherslur. Margir hafa spurt undanfarið hvort vísitala neysluverðs sé góður mælikvarði á kaupmáttarþróunina. Þar hefur verið bent á breytingar á fasteignamarkaði. Húsnæði er eign, fjárfesting fremur en neysluvara. Neysluvara er það sem við verslum reglulega, auk þjónustu eins og td klippingu og dagvistun.   Við verslum okkur húsnæði að meðaltali 5 ? 10 ára fresti. Þegar þarf að mæla hvað það kostar okkur að borða og vera almennt til í ákveðnum mánuði er eðlilegt að skoða hvað vörurnar kosta út í búð. Þegar mæla á hvað kostar okkur að búa í húsnæði, þá gefur fasteignaverð ekki eins góða mynd. Kerfisbreytingar á fasteignalánamarkaði breytir þessari mynd enn frekar. Amk. 80% þjóðarinnar skipti ekki um húsnæði í fyrra. Ef við skoðum stöðu þeirra og setjum upp dæmi um venjulegan íbúðareiganda. Hann skuldar hjá Íbúðalánasjóði 8.000.000 og er ekki búin að skuldbreyta. Hækkun greiðslubyrði þessarar venjulegu fjölskyldu vegna verðbólgu er 2,3%. Greiðslubyrðin er 1% meiri en hún hefði verið ef verðbólgan hefði verið í 2,5% markmiði Seðlabankans, eins og kjarasamningar tóku mið af. Við skulum reikna með að hann skuldi hjá lífeyrissjóði 6.000.000. Vextir hafa lækkað um 1% en verðbólga hækkað. Greiðslubyrði hefur lækkað um 6%. Greiðslubyrði lána minna hefur því lækkað um 1,2%. En fasteignagjöld hafa hækkað um 20% (eða 13%, eða 6%) og tryggingar munu væntanlega einnig hækka. Samanlögð áhrif sem þessi venjulega fjölskylda hefur orðið fyrir er 1% hækkun á húsnæðisútgjöldum. Vísitala neysluverðs mælir 17% hækkun. Þetta leiðir til þess að niðurstaðan er að kaupmáttar-verðbólgan fyrir þennan hóp hefur hækkað um 1,1% sem er ríflega helmingi minna en forsendur kjarasamninga gerðu ráð fyrir. Þeir sem hafa skuldbreytt hafa etv. aukið ráðstöfunartekjur sínar, en mjög margir hafa samtímis lengt í lánum og þannig hægt á eignamyndun.   Svo eru það hin 20%, þeir sem voru að kaupa. Fasteignaverð hefur hækkað sl. ár. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 39% og fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 30%. Utan höfuðborgarsvæðisins er þetta ekki sundurgreint í opinberum gögnum en þar hefur hækkunin numið um 15%. Við skulum skoða fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Meðal íbúð kostaði ca. 15 m.kr. en kostar nú 20 m.kr. Kaupandinn þarf að skuldsetja sig um 5 m.kr. til viðbótar, það er auðvelt í dag því aðgangur að lánsfé hefur batnað. Þessi fjölskylda getur haft allt lánið á einum stað, allt til 40 ára, allt á 4,15% vöxtum. Greiðslubyrði af hverri milljón hefur lækkað um amk. 20% . Greiðslubyrði sömu íbúðar, eftir 30% hækkun, er allt að 10% meiri í dag en hún var fyrir 12 mánuðum. Kaupmáttar-verðbólgan myndi þá mælast 2,2% fyrir þetta fólk, sem er heldur minna en forsendur kjarasamningar gerðu ráð fyrir.   Þá komum við að atvinnurekendum, er hægt að ná meiru út úr þeim? Það er og verður ætíð helsta viðfangsefni samningamanna. Þeir þurfa alltaf að velta fyrir sér hvaða svigrúm þeir hafi og hvernig sé best að ráðstafa því. Samningamenn verkalýðshreyfingarinnar hafa tamið sér mun vandaðri vinnubrögð en áður voru viðhöfð. Þeir hafa á bak við sig mun betri greiningar og aðstöðu til þess að þekkja hvert svigrúmið er. Í dag ríkir almenn sátt um að semja ekki um meira en atvinnulífið þolir. Til að viðhalda störfum þurfa fyrirtækin að geta fjárfest í nýjum tækjum og skila eigendum sínum hagnaði. Ef ekki leggja fyrirtækin upp laupana og störf glatast.   Sögulega séð hefur skipting þjóðarkökunnar hér á landi verið: Hlutfall launa um 65-70% og hlutfall afskrifta og hagnaðar 30-35%. Ykkar hlutverk er alltaf að upplýsa félagsmenn um hvað gerist ef samið er um meira en atvinnulífið þolir. Ef við lítum aftur fyrir okkur til þá blasir svarið við; verðbólga og hækkun verðlags. Í því umhverfi sem við höfum búið okkur nú er að verðbólga hækkar til skemmri tíma. Nú stendur hinn almenni vinnumarkaður í auknum mæli frammi fyrir spurningunni um verð og magn, í stað verðs og kaupmáttar áður. Hvers vegna hefur þetta samhengi breyst ? Þar eru stóri áhrifavaldurinn opnun markaða út á við, vöru-, þjónustu-, fjármagns- og vinnumarkaðir keppa nú í alþjóðlegu umhverfi. Vaxtafrelsi og afnám peninga-skömmtunar. Það eru ekki sömu möguleikar á að færa launahækkanir út í verðlagið.   Ef horft er til stöðunnar í dag þá eru miklar líkur á að forsendur séu til opnunar í haust. En hvar kreppir skóinn og er eitthvað svigrúm og hversu mikið er það. Er ef til vill hægt að nota tækifærið til að sækja/verja réttindi, þannig að verkalýðshreyfingin þurfi t.d. ekki að vera í löggu-?leik? Það er vitanlega út í hött að starfsmenn verkalýðsfélaga þurfi að vera í hlutverki opinberra eftirlitsaðila. Það verður ykkar hlutskipti að taka ákvörðunina og ef þið veljið að semja fremur en að segja samningum upp, þá er mikilvægt að ræða um kaupmáttarviðmiðun almennt upp á næsta opnunarákvæði. Ef húsnæðisverð lækkar t.d. um 20% og heldur verðbólgu niðri, þá er ?raunverulegur? kaupmáttur. Hann er jafnvel að rýrna þótt verðbólga sýni annað. Það þarf að koma þarf í veg fyrir að atvinnurekendur geti falið sig á bak við slíkt. Samantekt GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?