Fréttir frá 2005

04 29. 2005

Viðhorfskönnun RSÍ apríl 2005

Niðurstöður viðhorfskönnunar RSÍ 2005 er birt á síðunni. Hér er farið yfir nokkur aðalatriði. Sambandið og starfsfólkið kemur ákaflega vel út út þessari könnun. Rétt svarhlutfall Miðstjórn RSÍ ákvað í vetur að framkvæma viðhorfskönnun meðal félagsmanna og var hún gerð vikuna fyrir sambandsstjórnarfund sem haldin var 14. - 15. apríl. Fjöldi svarenda varð 249 og við skoðun kemur í ljós að úrtakið endurspeglar vel dreifinguna innan sambandsins ss störf, aldur og kyn, þannig að það getur vart talist annað en að vera vel marktækt. Hér á eftir er fjallað um helstu atriði í niðurstöðum könnunarinnar.   Meðaldaglaun eru 295.000 kr. á mán. og meðalvinnutími lækkar enn Um helmingur félagsmanna starfar á almennum markaði. Tæp 40% er með laun samkvæmt almenna samning og jafnstór hópur er á persónubundnum samningnum tengdum almenna samningnum. Um 20% er á fastlaunakerfum eins og t.d. er í verksmiðjusamningunum. Meðaldaglaun á mánuði eru um 295.000 kr. Ástæða er að geta þess að í hópi svarenda eru allir félagsmenn RSÍ, en liðlega helmingur þeirra er með sveinspróf.    Meðalvinnuvikan er kominn niður í 44 klst. Meðalvinnuvikan eru 44 klst. og hefur hún lækkað um tæplega tvær klst. á síðustu tveim árum og um liðlega 11 klst. frá því Þjóðarsáttin var gerð árið 1990. Liðlega 42% félagsmanna vinnur í dag einungis dagvinnu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Kjararannsókn eru meðalheildarmánaðarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf í dag um 360 þús. kr.   92% þeirra sem hafa samband við skrifstofuna eru sáttir Um 25 % félagsmanna hafa samband við skrifstofuna einu sinni eða oftar á ári. 92% þeirra eru sáttir eða mjög sáttir við þá þjónustu sem þeir fá. 6% þeirra sem þangað leituðu eru ósáttir. Aðspurðir um ástæðuna koma fram að starfsmenn væru of mikið fjarverandi og erfitt að ná símasambandi. Í þessu sambandi má benda á að starfsmenn sambandsins eru 6 og undanfarna mánuði hafa staðið yfir samfelldar samningaviðræður og hafa í vetur verið gerðir 12 kjarasamningar.   Í þessu sambandi er ástæða að vekja athygli á því að töluverður hluti samskipta við skrifstofuna fer ekki fram með heimsóknum þangað eða í gegnum síma, stöðugt vaxandi fjöldi hefur samskipti við skrifstofuna í gegnum netið og heimasíðuna. Þar má td benda á það sem fram kemur hér neðar að tæplega 40% félagsmanna tók orlofshús á leigu síðastliðið ár.   90% félagsmanna sátt við stefnu og störf sambandsins Um starfsemina og stefnu sambandsins kom fram að 90% voru sátt eða mjög sátt. Um starfsemi aðildarfélaga voru tæp 80% sátt. Hjá þeim sem voru ósáttir kom ma fram vinnustaðaheimsóknir væru of fáar og fjölga félagsfundum. Nýta ætti meir fjarfundabúnað og samskipti um heimasíðuna ma með fleiri skoðanakönnunum. Í þessu sambandi má benda á að hluti félagsgjaldsins rennur til aðildarfélaga með það í huga að þau sinni félagsfundum og vinnustaðaheimsóknum. Formenn stærstu aðildarfélaganna fá greidd laun til þess að sinna þessu starfi.   80% nýta sér heimasíðuna og 90% þeirra eru sátt við hana Um 80% skoða heimasíðuna einu sinni á mánuði eða oftar. Flestir uþb einu sinni í viku. Liðlega 90% þeirra sem fara inn á síðuna eru sáttir eða mjög sáttir við heimasíðuna. Liðlega helmingur þeirra sem fara á heimasíðuna eru að leita eftir upplýsingum um orlofsmálin, aðeins færri að kjaratengdum upplýsingum og um þriðjungur fylgist með fréttapistlum. 40% segist fylgjast með þessu öllu. Um 20% fundu eitthvað að heimasíðunni. Af þeim sem fundu eitthvað að voru um 30% sem gerðu aths. við uppsetningu og 26% að framsetningu. Þar var helst um uppsetningu á orlofsmálum og svo kjaratengdum upplýsingum. Einum fannst vera vinstri slagsíða á síðunni, þar má benda á að eðli sínu samkvæmt þá eru hagsmunasamtök eins og stéttarfélög yfirleitt í stjórnarandstöðu, þeas þau vilja að stjórnvöld gangi lengra í að bæta kjör fólks. Það þarf alls ekki að þýða að sá sem andmælir kjósi ekki viðkomandi stjórnarflokk.   60% þeirra sem nýta sér orlofskerfið sáttir Um 37% félagsmanna nýttu sér orlofshúsin einu sinni eða oftar á síðasta ári. 60% þeirra voru sáttir við orlofskerfið, í aðfinnslum sögðu flestir eða 17% að fjölga ætti húsum. Um 6% voru með aðfinnslur eins og að umgengni væri ekki nægilega góð og auka þyrfti viðhald. Eins bar nokkuð á að menn vildu að tekið yrði upp orlofsávísanakerfi eins og VR væri með.   Í því sambandi má benda á að þetta hefur verið ítrekað rætt á fundum innann sambandsins. Ef orlofsávísanir yrðu teknar upp þyrfti að hækka leiguverð á orlofshúsunum vel liðlega tvöfalt það sem upphæð ávísanna myndi nema, það sést glögglega ef litið er til nýtingar. Orlofshúsin eru niðurgreidd um tæp 20 þús. kr. á viku að jafnaði. Ef fara ætti í húsin eftir hverja notkun og þrífa þá þyrfti að innheimta fyrir það um 8 þús. kr. Tillögur um þessi atriði hafa verið felldar með öllum greiddum atkvæðum. Þar má td benda á síðasta sambandsstjórnarfund.   Nokkrir gera aths. við Spánarhúsin, þar má benda á að það eru einu húsin utan stóra hússins á Apavatni, sem skila hagnaði og eru í raun að greiða niður rekstur húsanna hér á landi. Ástæða er til þess að benda á að nýting húsanna á suður- og vestulandi er gífurleg eða um 80% að meðaltali og láta því vitanlega á sjá. Einnig hafa alvarleg brot á umgegnisreglum farið í aukanna   Mjög góð sátt um Styrktarsjóðinn og starfsemi hans 93% félagsmanna eru ánægðir með Styrktarsjóðinn og starfsemi hans. Fram kom að um 40% nýttu sér Styrktarsjóðinn á síðasta ári. Þar eru þeir sem sækja íþróttastyrk flestir eða 28%. Þar á eftir koma þeir sem nýta sér sjúkradagpeninga og styrki vegna veikinda. Í athugasemdum kom mest fram ósk um hækkun íþróttastyrksins, ástæða er að geta þess að hann auk námskeiðsstyrks voru hækkaðir um helming á sambandstjórnarfundi 14 - 15. apríl síðastliðinn eða í 15 þús.kr hvor styrkur.   Einnig bar á óskum um gleraugnastyrki. Á sambandsstjórnarfundinum var samþykktur 30 þús. kr. styrkur á 3ja ára fresti til gleraugnakaupa. Í örfáum aðfinnslum er greinilega um einhvern misskilning að ræða.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?