Fréttir frá 2005

05 2. 2005

Um breytingar 1. maí og flutning frídaga

Einhverra hluta hafa nokkrir misskilið þær tillögur sem fram hafa komið um 1. maí hátíðarhöldin og telja að við höfum lagt til að leggja niður 1. maí hátíðarhöldin. Það er út í hött og hefur aldrei komið fram.Einhverra hluta vegna hafa nokkrir misskilið þær tillögur sem fram hafa komið um 1. maí hátíðarhöldin og telja að við höfum lagt til leggja niður 1. maí!!. Um helgin var ítrekað spilað viðtal við verkalýðsforingja af Vestfjörðum. Þar sendir hann stéttarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu tónninn og velur svo smekklega að kalla þá ýmsum nöfnum. Það er ekki hægt að skilja hvert hann er að fara með geipi sínu. Hann gerir "verkalýðsforkólfunum fyrir sunnan" upp þær skoðanir að það standi til að leggja niður 1. maí. Einnig að það jafnist á við að flytja jólin að Verslunarmannahelginni og flytja eigi frídaginn. Þær tillögur sem við rafiðnaðarmenn gerðu og hafa verið til jákvæðrar skoðunar hjá öðrum stéttarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru : a) Flest stærstu verkalýðsfélögin eru með á leigu sali víða um höfuðborgarsvæðið þar sem þau bjóða félagsmönnum og fjölskyldum þeirra upp á kaffi og í sumum tilfellum upp á einhverja dagskrá. Lagt var til að stéttarfélögin sameinuðust um að leigja Laugardalshöllina, þar sem boðið yrði upp á samskonar veitingar og áður ásamt vandaðri dagskrá. Auk þess gætu stéttarfélögin nýtt svæðið til þess að kynna starfsemi sína. Ungliðasamtök iðnaðarmanna félaganna hafa verið með fjölskyldudaginn á leigu undanfarin ár 1. maí það mætti sameina þessari dagskrá í Laugardalshöllinni. b) Í stað þess að ganga niður á Lækjartorg mætti allt eins ganga í Laugardalinn.  Á þessar tillögur hefur verið fallist, en þar sem Laugardalshöllin er lokuð núna vegna breytinga gafst ekki ráðrúm að gera þetta á þessu ári. Þetta er reyndar nákvæmlega sama fyrirkomuleg og mörg verkalýðsfélögin hafa sameinast um að gera víða út á landi, ma á Ísafirði.   Um flutning frídaga lendi þeir inn á helgum  Auk þessa höfum einnig bent á að gera mætti 1. maí hátíðarhöldunum hærra undir höfði með því að fá fast frí ætíð fyrsta mánudag í maí eins og víða er gert. Þá glati launamenn ekki þessu fríi eins og þeir eru að gera með núverandi fyrirkomulagi og gerðist nú um helgina. Gallup hefur kannað vilja þjóðarinnar í þessu efni og þar kemur fram að 72% vilja að fyrsti mánudagur í maí verði að föstum frídegi. Þetta fyrirkomulag er víða erlendis og hefur ma verið á Bretlandseyjum frá 1972. Sjá meðf. töflu yfir frídaga hjá þessum nágrönnum okkar. Þar kemur glögglega fram að þarlendir fá alltaf frídag fyrir nýársdag, þó svo hann lendi inn á helgi. Sama gildir um 1. maí.   2005 2006 2007 2008 England and Wales           New Year's Day 3 Jan ¦ 2 Jan ¦ 1 Jan 1 Jan Good Friday 25 Mar 14 Apr 6 Apr 21 Mar Easter Monday 28 Mar 17 Apr 9 Apr 24 Mar Early May Bank Holiday 2 May 1 May 7 May 5 May Spring Bank Holiday 30 May 29 May 28 May 26 May Summer Bank Holiday 29 Aug 28 Aug 27 Aug 25 Aug Christmas Day 27 Dec▲ 25 Dec 25 Dec 25 Dec Boxing Day 26 Dec 26 Dec 26 Dec 26 Dec   Northern Ireland           New Year's Day 3 Jan ¦ 2 Jan ¦ 1 Jan 1 Jan St Patrick's Day 17 Mar 17 Mar 19 Mar 17 Mar Good Friday 25 Mar 14 Apr 6 Apr 21 Mar Easter Monday 28 Mar 17 Apr 9 Apr 24 Mar Early May Bank Holiday 2 May 1 May 7 May 5 May Spring Bank Holiday 30 May 29 May 28 May 26 May Battle of the Boyne (Orangemen's Day) 12 July 12 July 12 July  14 July Summer Bank Holiday 29 Aug 28 Aug 27 Aug  25 Aug  Christmas Day 27 Dec▲ 25 Dec 25 Dec 25 Dec Boxing Day 26 Dec 26 Dec 26 Dec 26 Dec   Um flutning fimmtudagsfrídaga Rafiðnaðarmenn höfðu frumkvæði að því að sett var inn ákvæði um möguleika á að flytja staka frídaga eins og sumardaginn fyrsta og uppstigningardag til og setja þá að helgum. Það væri mun fjölskylduvænna fyrirkomulag auk mikils hagræðis fyrir fyrirtækin. Í því samband hafa rafiðnaðarmenn bent á að ef þessi frídagar væru fluttir til mætti ætíð td ná 3 - 4 daga helgum í kringum 17 júní án nokkurs aukakostnaðar fyrirtækjanna. Td ef 17 júní lendir á þriðjudegi mætti  nýta þessa daga sem frí mánudag Ef 17. júní lendir á fimmtudegi þá væri frí líka föstudag Ef hann lendir inn á helgi væri auk þess frí mánudag. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?