Fréttir frá 2005

05 2. 2005

Einn réttur - Ekkert svindl

ASÍ hefur í samstarfi við landssamböndin á kveðið að fara af stað með átak gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi.  ASÍ hefur í samstarfi við landssamböndin á kveðið að fara af stað með átak gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi. Átakið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl. Það beinist ekki gegn erlendu launafólki sem komið hefur hingað til starfa í góðri trú.   Markmið átaksins er að verja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir allt launafólk Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til átaksins á skrifstofu ASÍ. Þeir munu taka við upplýsingum og fylgja þeim eftir ef um meint félagsleg undirboð og svarta atvinnu starfsemi er að ræða.   Það tapa allir á félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi. Hinir erlendu gestir okkar tapa af því eir eru hlunnfarnir um laun og ekki síður starfskjör og aðbúnað. Launafólk tapar af því að félagleg undirboð grafan undan kjörum og réttindum á vinnumarkaði. Fyrirtækin tapa af því að félagsleg undirboð grafa undan samkeppnisstöðu þeirra. Samfélagið í heild tapa af því að félagsleg undirboð grafa undan velferðarkerfinu og því samfélafi sem við höfum byggt upp.   Gefin verða út upplýsingarit á 9 tungumálum. ASÍ hvetur alla sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um þessi mál að hafa samband um  síma 53 55 629 og 53 55 630 einnig um tölvupóst ekkertsvindl@asi.is

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?