Fréttir frá 2005

05 13. 2005

Rafiðnaðarskólinn og Orkuveitan standa saman að uppbyggingu námsbrautar í ljósleiðarakerfum.

Rafiðnaðarskólinn mun byggja  upp námskeið á sviði ljósleiðaratækni og haldi þau fyrir verktaka og eigin starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og votta um hæfni viðkomandi aðila. Stefnt er að því að fyrstu grunnnámskeið verði í sumarÍ dag var undirrituð viljayfirlýsing milli Orkuveitunnar og Rafiðnaðarskólans um uppbyggingu námsbrautar við skólann um meðferð og meðhöndlun ljósleiðara.  Báðir aðilar skuldbinda sig til þess að leggja fram fjármagn og þekkingu til þess að vinna að gerð samnings þar skilgreind verði þörf og uppbygging heildstæðrar námskeiðsbrautar vegna starfa við ljósleiðarakerfi.  Markmiðið er að gera þessa þekkingu aðgengilega starfsmönnum sem vinna með ljósleiðara til að tryggja gæði og þar með að stuðla að hnökralausri innleiðingu ljósleiðara í Íslensku samfélagi.  Orkuveitan mun á næstu misserum byggja upp ljósleiðaranet sem mun ná til 80 þús. heimila á höfuðborgarsvæðinu og mun sú uppbygging hefjast strax á næstu mánuðum.  Tryggja þarf aðgang að hæfum fagmönnum á þessu sviði og að hæfni þeirra sé vottanleg.  Þetta mun einnig skapa sóknarfæri fyrir fagmenn sem koma að uppbyggingu ljósleiðarakerfis á Íslandi á komandi árum. Rafiðnaðarskólinn mun byggja  upp námskeið á sviði ljósleiðaratækni og haldi þau fyrir verktaka og eigin starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og votta um hæfni viðkomandi aðila.  Rafiðnaðarskólinn er þegar kominn í samstarf við erlenda skóla svo þessi uppbygging geti tekið skamman tíma.  Stefnt er að því að fyrstu grunnnámskeið verði í sumar.  Unnið verður að framhaldsnámskeiðum og uppbyggingar heildstæðrar námsbrautar og er stefnt að því að námsefnið verði tilbúið fyrir almenna kennslu haust 2006. Orkuveita Reykjavíkur mun tryggja aðgang að þekkingu og umhverfi gagnaveitunnar og þarfagreiningu á námsefni og efnistökum.  Hún mun beita sér fyrir kynningu á þessu samstarfi og vera virkur þátttaka í fjármögnun undirbúnings.  Rafiðnaðarskólinn er undir stjórn fyrirtækja í rafiðnaði og rafiðnaðarmanna og er helsta verkefni hans að bregðast skjótt við þörfum atvinnulífsins hverju sinni. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?