Fréttir frá 2005

05 13. 2005

Peninga- og sérhyggjan ræður för.

Eru athafnir fjármálafyrirtækjanna bankanna að leiða til þess til þess að stéttarfélögin lendi í þeirri stöðu að verða einungis með láglaunafólkið, en hálaunafólkið fari inn í það umhverfi sem fjármálafyrirtækin bjóða uppFjármálafyrirtækin hafa í hratt vaxandi mæli verið að seilast inn á starfssvið stéttarfélaganna með aukið framboð á séreignarsjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingum sem eiga að þeirra mati að vera sambærilegar og sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna bjóða upp á.  Aðgangurinn að þessu umhverfi er launareikningur sem múlbindur fólkið við bankann.  Þar fer fram val, þeir sem minna mega sín fá sjálfkrafa ekki aðgang að góðum kjörum.  Margir spyrja þessa dagana hvort þetta sér þetta farið að hafa áhrif á viðhorf í forystu stéttarfélaganna?  Eru samtök okkar að breytast?   Er svo komið að láglaunamenn eru að verða að hóp, sem ekki er áhugaverður fyrir stéttarfélögin sakir þess að þeir skila svo litlum gjöldum inn í reksturinn?  Er sérhyggjan að verða yfirráðandi?  Borga þeir sem minna mega sín ekki nóg í sjúkrasjóðina eða í orlofssjóðina?  Sjá þeir sem borga yfir meðaltali ofsjónum yfir að hluti þess sem þeir greiða renni til þeirra sem greiða undir meðaltali?  Eru fjármálafyrirtækin að keyra verkalýðsfélögin upp að vegg í samkeppninni um þá félagsmenn sem eru með þokkalega launaveltu?  Eru athafnir fjármálafyrirtækjanna bankanna að leiða til þess til þess að stéttarfélögin lendi í þeirri stöðu að verða einungis með láglaunafólkið, en hálaunafólkið fari inn í það umhverfi sem fjármálafyrirtækin bjóða upp.   Allt eru þetta atriði sem komu fram í ítarlegri umfjöllun um þessi mál á sambandstjórnarfundi RSÍ á Akureyri 14. - 15. apríl 2005.  Í umræðum kom fram að þýðingarmesti vinkillinn í þessu væri spurningin um hvort víkja ætti af leið samtryggingar stéttarfélaganna og leggja hluta af innheimtum gjöldum inn á séreignareikning viðkomandi félagsmanns, sem væru í vörslu stéttarfélagsins.  Þetta leiðir til minnkandi samtryggingar og svigrúms stéttarfélagsins til þess að þjónusta þá sem minna mega sín.  Þessi leið felst í því að endurgreiða hluta félaggjaldsins.  RSÍ valdi þá leið fyrir áratug að setja þak á félagsgjöldin og endurgreiða árlega beint til viðkomandi félagsmanns.  En það stéttarfélag sem hefur verið mest áberandi í þessu efni er ekki með þak á félagsagjöldum, en ætlar nú að taka upp endurgreiðslu og beina henni í séreignarsjóð í vörslu stéttarfélagsins.  Þessu til viðbótar er ætlunin að beina framlagi í verkfallsjóð í séreignarsjóðinn.  Einnig er spurt um hvort greiða eigi út núverandi verkfallssjóð og leggja hann inn í séreignarsjóðinn?  Til þess að auka greiðslur í séreignasjóðinn enn frekar virðist koma til greina að fella niður námskeiðstyrki og beina þeim í séreignarsjóðinn, sama gildir um íþróttastyrk og niðurgreiðslur á leigugjaldi orlofshúsa.  Með því fyrirkomulagi þyrfti að tvöfalda leigugjaldið, eða í 35. ? 40.000 kr. fyrir vikuleigu.  Þetta mun klárlega leiða til þess að þeir félagsmenn sem minna mega sína og helst þurfa á  hagkvæmum orlofshúsum að halda, komast aldrei í orlofshús.   Það var mat sambandsstjórnarmanna RSÍ að með því væri verið að gefa út yfirlýsingu um að ekki sé gert ráð fyrir átökum um kjarasamninga í framtíðinni.  Með þessu fyrirkomulagi væri reynt að ná eyrum fyrirtækjanna svo þau beini sem flestum félagsmönnum til þess stéttarfélags, sem geri minnstu kröfurnar í kjarasamningum og ekki hafa neina burði til þess að fylgja þeim eftir.  Í þessu sambandi var spurt hvort þetta væri framhald þróunar á hinum svokölluðu markaðslaunasamningum. Bent var á að það hafi komið fram í síðustu kjarasamningum að þeir hefðu litlu sem engu skilað til þeirra sem minnst máttu sín, ekki einu sinni lágmarkslaunahækkunum.  Endar þessi leið á spurningunni, "Til hvers erum við með stéttarfélag?"  Það er strax farið að bera á því á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna að fyrirtæki, þá sérstaklega í tölvugeiranum eru farinn að setja rafiðnaðarmenn upp að vegg og sagt við þá; "Annað hvort verðið þið í því stéttarfélagi sem hefur gefið út þá yfirlýsingu um að það fari ekki í verkfall eða í engu stéttarfélagi".   Eitt stéttarfélag á almennum vinnumarkaði er með 6 mán. veikindarétt í almennum samningum á móti 1 - 3 mán hjá öðrum.  Hjá langflestum stéttarfélögum fara félagsmenn beint inn á sjúkradagpeninga í sjúkrasjóð þegar veikindadögum samkvæmt kjarasamning lýkur.  RSÍ var fyrst stéttarfélaga til þess að setja inn í veikindadagakerfi sjúkrasjóðsins 80% launatryggingu, sem miðast við bestu 6 mán næstliðinna 8 mán. áður en til veikinda kom. Það er einnig mikill munur á því hvort stéttarfélag er staðbundið félag á höfuðborgarsvæði og þurfi því ekki að greiða ferða- og uppihaldsstyrki vegna sjúkrameðferðar og fundarhalda, sem er umtalsverður kostnaður hjá öðrum stéttarfélögum, sem eru annað hvort staðsett utan höfuðborgarsvæðisins eða eru landsfélög.  Einnig hvernig samsetning félagsmanna er. Eru margir í sumarvinnu eða íhlaupavinnu yfir vetrartímann og öðlast aldrei réttindi vegna þess að þeir greiða svo stutt til félagsins?  Einnig skiptir mjög miklu hvernig samsetning félagsmanna er.  Eru margir í slítandi vinnu og þurfa þar af leiðandi að sækja oft til sjúkrasjóðs vegna sjúkranudds eða ferða til sjúkraþjálfara.  Eða er stærsti hlutinn fólk sem vinnur á skrifstofum og við verslunarstörf.   Sambandsstjórnarfundur RSÍ hafnaði algjörlega séreignasjóðsleiðinni og taldi hana sérhyggju sem ætti enga samleið með starfsemi stéttarfélaga.  Vinnubrögð þess stéttarfélags sem hefur valið þessa leið voru harðlega átalinn; þar kom ma fram "Þeir eru að vega að rótum stéttarfélaganna án nokkurs samráðs við þau."  Þeir njóta sannarlega sérstöðu sem staðbundið stéttarfélag í höfuðborginni og hafa ekki félagsmenn sem vinna slítandi vinnu.  Af þessu orsökum er álag á sjúkrasjóð þeirra minna, en til viðbótar eru þeir með lengri veikindarétt en aðrir og hafa þar að auki meiri takmarkanir.  Þeir sem minna mega sín í stéttarfélagi sem velur séreignarleiðina koma til með að hafa það enn verr.  En athafnir þeirra munu að líkum leiða til þess að þeir launamenn sem hafa það verst, eins og td einstæðar mæður í slítandi vinnu eins og fiskvinnslu og í heilsugæslu.  Séreignaleiðin setur minni verkalýðsfélög út á landi í vonlausa stöðu.  Þessi verkalýðsfélög eru með hlutfallslega með marga félagsmenn sem vinna slítandi vinnu, og það er halli á sjúkrasjóð þeirra.   Sambandstjórn samþykkti að RSÍ eigi að fylgja áfram þeirri samtryggingarstefnu sem sambandið hefur fylgt.  RSÍ hefur ætíð aukið við réttindi félagsmanna og útvíkkað starfsreglur sjóðanna hafi þeir skilað afgangi, með því móti hefur þessum fjármunum verið skilað til þeirra sem helst þurfa á því að halda.  RSÍ eru landssamtök með tæpan helming félagsmanna búsetta utan höfuðborgarinnar og nánast allir félagsmenn eru með full réttindi.  Auk þess þá vinnur hluti rafiðnaðarmanna erfið, slítandi og hættuleg störf.  Ef farin yrði þessi leið minnkar samtryggingin umtalsvert og það yrði erfitt að hjálpa þeim sem greiða lítið til sambandsins.  Þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálpinni helst að halda.  Það eru ófáar fjölskyldur rafiðnaðarmanna sem sambandið hefur bjargað frá fjárhagslegu hruni.  Við megum ekki blindast af hræðslu og fara á taugum að aðgerðir fjármálastofnana .eiði til þess að við missum frá okkur félagsmenn.  Stéttarfélögin byggja í rótina á samtryggingu og öryggisneti þeirra sem minna mega sín og þeirra sem lenda í ógöngum á lífsleiðinni, sambandsstjórn RSÍ hafnaði algjörlega að víkja af þeirri leið.   13.05.05 Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?