Fréttir frá 2005

05 19. 2005

Hlutfall kvenna í stjórn RSÍ

Vegna umfjöllunar í hádegisfréttum í dag, um nýlega skýrslu um hlutfall kvenna í stjórnum stéttarfélaganna er ástæða að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu. Heildarfjöldi félagsmanna aðildarfélags RSÍ voru um síðustu áramót 4710, þar af eru 487 konur, sem er 10.33%.   Í miðstjórn sambandsins eru 17 auk formanns.  Í miðstjórnarhópunum eru 2 konur sem er 11.76%. Miðstjórn sambandsins er æðsta stjórn sambandsins milli ársfunda.   Miðstjórnarkonurnar koma frá þeim aðildarfélögum sem langflestar konur í rafiðnaðarstörfum eru.   Anna Nína Stefnisdóttir sem er formaður Félags íslenskra símanna sem er með 899 félagsmenn, þar af 388 konur. Í því félagi 7 menn í stjórn þar af 4 konur og ein þeirra er formaður félagsins.   Anna Melsted sem er formaður í Félagi tæknifólks í rafiðnaði, sem er með 464 félagsmenn, þar af 36 konur. Í því félagi eru 5 menn í stjórn þar af ein kona, sem er formaður félagsins.   Fagna ber allir umræðu um störf og stefnumál verkalýðshreyfingarinnar, en þær þurfa að byggja á staðreyndum.  Rafiðnaðarmenn hafa samkvæmt ofangreindu fyllilega sýnt að þeir treysti konum til forystu.  En það vandamál blasir við í mörgum stéttarfélögum að konur hafa ekki gefið kost á sér til starfa eða forystu, og því erfitt eða óframkvæmanlegt aðkjósa þær til starfa.  Má þar benda á mörg aðildarfélög Landsambands verzlunarmanna og eins Starfsgreinasambandsins.  Í því sambandi er einnig full ástæða til þess að benda á að í forystu ASÍ eru valdir allir helstu forystumenn landsambandi og stærstu stéttarfélaga.  Það gerir það augljóslega að verkum að mjög erfitt og reyndar óframkvæmanlegt að framkvæma einhverja kynjaleiðréttingu þar. Hún hlýtur og verður að eiga sér stað við val á forystumönnum stéttarfélaganna. Guðmundur Gunnarsson form. RSÍ

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?