Fréttir frá 2005

05 20. 2005

Uppsögnum hjá ÍSAL mótmælt

Starfsmönnum ÍSAL hefur fyrirvaralaust verið sagt upp undanfarið. Þeir eru reknir samstundis reknir af svæðinu og komið fram við þá eins og alvarleg brot í starfi hafi átt sér stað.   Starfsmönnum ÍSAL hefur undanfarið verið fyrirvaralaust og án nokkurrar sjánlegrar ástæðu verið sagt upp undanfarið. Þeim er samstundis fylgt af svæðinu og komið er fram við þá eins og alvarleg brot í starfi hafi átt sér stað.   Trúnaðarráð verkalýðsfélaga starfsmanna hjá ISAL/Alcan fundaði um þetta mál á miðvikudaginn 18. maí 2005. Þar kom glöggt fram að það virtist vera svo að sú ástæða væri ein fyrir uppsögnunum að vekja upp þrælsótta meðal starfsmanna. Það væri grundvallar mannréttindi að geta sett fram skoðun sína án þess að þurfa að gjalda fyrir það. Þetta er ákaflega niðurlægjandi og er alvarlegt áfall fyrir fólk að lenda svona athöfnum.   Í sumum tilfellum er um að ræða fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá ÍSAL án nokkurra athugasemda um störf. Það er einnig alvarlegt áfall fyrir fólk sem er langt komið með að ávinna sér verðmæt réttindi til starfsloka að vera rekið með þessum hætti skömmu áður en það öðlast þessi réttindi. Með þessu athæfi væri fyrirtækið að hafa bótalaust af viðkomandi starfsmanni réttindi sem skipta milljónum króna.   Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun : Trúnaðarráð mótmælir harðlega tilefnislausum uppsögnum fimm starfsmanna með langan og farsælan starfsferil, sá sem lengst hefur unnið hjá ISAL hefur unnið þar yfir 30 ár.   Sérstaklega er gagnrýnt að starfsmönnum er vísað fyrirvaralaust af vinnustað.   Engar ástæður gefnar þó eftir því sé leitað, sem starfsmenn eiga þó rétt á samkvæmt kjarasamningi og samþykkt Alþjóðavinnu-málastofnunarinnar um vörn gegn óréttmætum uppsögnum.   Þessi framkoma stjórnenda fyrirtækisins hefur valdið miklum ugg hjá öðrum starfsmönnum varðandi atvinnuöryggi og spurningar um hvort skoðanir manna eða ummæli sé hin raunverulega ástæða uppsagnar?   Trúnaðarráð krefst þess að stjórnendur fyrirtækisins láti af þeirri ómannúðlegu stefnu að segja starfsmönnum upp án ástæðu, án undagengina aðvarana og fullnægjandi skýringa.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?