Fréttir frá 2005

05 24. 2005

Mann setti hljóðan við að hlusta á Forsetan

Í fréttum í gær sló forseti lýðsveldisins um sig í íslensku fiskvinnslufyrirtæki í Kína. Hann átti vart orð yfir framsækni íslendingana og að þetta hefðu verið byggt upp af ungri sveit sem vart nokkur þekkti ti  Í fréttum í gær sló forseti lýðsveldisins um sig í íslensku fiskvinnslufyrirtæki í Kína. Hann átti vart orð yfir framsækni íslendingana og að þetta hefðu verið byggt upp af ungri sveit sem vart nokkur þekkti til.   Síðan þuldi forsetinn upp lýsingarnar á vinnustaðnum. Þar voru konur að störfum ekki vélar. Fólkið vinnur 10 tíma á daga sex daga vikunnar. Það býr á vinnustað og fær frítt að borða.  Launin eru liðlega 7 þús. kr. á mánuði. Starfsfólkið kemur utan að landi þar sem landlægt atvinnuleysi er. Þessi starfskraftur endist í tvö til fjögur ár. Vélar duga í 10 - 15 ár.   Hverju er forsetinn að lýsa, svona andaktugur og yfir sig hrifinn. Það heitir lesandi góður vinnuþrælkun af verstu gerð. Hvers vegna skyldi hafa verið svona hljótt um þetta, forsetinn virðist ekki átta sig á því. En forsetafrúin gerir það. Hún segir í viðtali ma Lífsgæði eru hér í Kína svo bág að það er ekki hægt að bera það saman við neitt í Evrópu. Þeir hafa gífurlegan mannafla og mannslíf geta skipti litlu máli.   Íslensk verkalýðshreyfing hefur barist fyrir því að erlent launafólk sem hingað kemur fái sambærileg launakjör og aðbúnað og við hin sem búum hér í landinu höfum. Það eru til skúrkar sem nýta sér bágindi þessa fólks til eign ábata, og þeir njóta aðstoðar einkennilegs lögmanns. Sem hikar ekki við að breyta framlögðum gögnum í dómsal þar til þau passa til þess að smíða hentuga dóma, svo níðast megi áfram á hinum erlendu gestum okkar. Samkeppnisstaða íslenskra frystihúsa verður sífellt erfiðari og kannski yppta þessi menn öxlum "Það eru svo sem bara pólverjar og kínverjar"   Málið snýst ekki bara um það, það snýst um að vernda þau lífsgærði sem okkur hefur tekist að byggja upp hér á landi fyrir alla, verði ekki bara fyrir fá útvalda. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?