Fréttir frá 2005

05 27. 2005

Ófaglærðir utan stéttarfélaga

Forstjóri Ratsjárstofnunar víkur sér undan því í Morgunblaðinu í gær og ítrekar það í morgun, að svara því hvort krafa sé gerð af hálfu stofnunarinnar að ófaglærðir standi utan stéttarfélaga. Forstjóri Ratsjárstofnunar víkur sér undan því í Morgunblaðinu í gær og ítrekar það í morgun, að svara því hvort krafa sé gerð af hálfu stofnunarinnar að ófaglærðir standi utan stéttarfélaga. Ástæða er að geta þess að deilan snýst ekki hvort þetta fólk fái að vera í RSÍ, eins og skilja má á svari forstjórans. RSÍ hefur ekki sett fram neinar kröfur þar um. Málið snýst um að stofnunin hefur krafist þess að það standi utan allra stéttarfélaga. Sumt af þessu fólki hefur á undanförnum árum farið þess á leit að fá að vera í RSÍ eða öðru stéttarfélagi, en því hefur verið hafnað af hálfu stofnunarinnar. Tæknimenn hafa bent á að með því að endurskipuleggja vaktakerfin og samræma störf á stöðvunum hefði ekki þurft að segja upp tæknimönnum og ná samt sem áður þeim hagkvæmni kröfum sem upp voru settar. Reka hefði mátt stöðvarnar áfram undir fullu öryggi, en nú er verið að taka þá áhættu að stöðvarnar liggi niðri í allt að 4 klst. á meðan verið sé að ná í tæknimenn. Eins er verið að bjóða upp á endalausar deilur um hvort ófaglærðir séu að ganga í störf brottrekinna faglærðra tæknimanna. Valin var leið ófriðarins og reynt að dylja þá slóð á meðan kjarasamningur var i afgreiðslu. Í þessu sambandi má einnig minna á að hér er í mörgum atriðum um að ræða fjölskyldur, sem tóku sig upp og fluttu landið þvert til þess að hefja störf hjá Ratsjárstofnun. Þetta fólk er búið að koma sér fyrir með börnum sínum og samlagast samfélaginu á staðnum. En nú liggur fyrir að þetta fólk þarf að rífa sig upp með rótum og flytja heimili sitt vegna þess að engin önnur störf er að hafa á staðnum. Guðmundur Gunnarsson 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?